Fréttir
14.10.2008 - Frá oddvita/forstöðum.ÍÞMD
 

Á sveitarstjórnarfundi fimmtudag 9.okt. lagði oddviti, sem gegnir einnig stöðu forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Djúpavogshrepps. fram tillögu þess efnis að framvegis skuli verða gjaldfrjálst í sund fyrir börn á grunnskólaaldri og yngri, þ.e. fyrir börn með lögheimili í Djúpavogshreppi. Tillagan var samþykkt samhljóða af sveitarstjórn.
Í gjaldskrá ÍÞMD hefur verið til þessa dags gjaldfrjálst í sund fyrir 4 ára og yngri og þá ekki með nein sérstök viðmið við lögheimili í Djúpavogshreppi, engin breyting verður þar á.

Svo ekkert fari á milli mála er því hér um að ræða að aldurshópurinn frá 5 - 16 ára með lögheimili í Djúpavogshreppi fái framvegis frítt í sund.

Um leið og undirritaður og aðrir hlutaðeigandi vænta góðra viðbragða við þessari nýbreytni er rétt að benda foreldrum og forráðamönnum á að frá og með gildistöku gjaldfrjálsra tíma þ.e. 1.nóv.2008. verður ekki um endurgreiðslu á sundkortum að ræða, enda talið nægt svigrúm fyrir viðkomandi að klára að nýta kortin fram að næstk.mánaðarmótum ef því er að skipta. Þessi ákvörðun kemur hinsvegar öllum jafnt til góða til framtíðar hvort sem verður eftir eitt eða fimm "klipp" á kortinu þegar hinir gjaldfrjálsu tímar taka gildi.

Undirritaður lítur svo á að ákvörðun þessi sé til um marks um að sveitarstjórn er samtaka nú sem áður um að styðja við og byggja upp fjölskylduvænt umhverfi hér í Djúpavogshreppi. Þá og er mikilvægt að horfa til þess að það er full ástæða að hvetja börn til meiri hreyfingar og þá er sundíþróttin eins og vitað er sérstaklega heilsusamleg, bæði fyrir sál og líkama.

Í því umróti sem þjóðin lifir nú um stundir, má einnig segja að það sé full ástæða fyrir sveitarfélög almennt, þrátt fyrir bágborinn efnahag í mörgum tilfellum, að líta til þess hvernig hægt sé að mæta þeim hópum sem mest þurfa á að halda.

Hér er í sjálfu sér ekki verið að halda fram að um sé einhverja tímamóta ákvörðun að ræða varðandi þessi efni, en undirritaður vill engu að síður leyfa sér að líta svo á að hér sé á ferðinni a.m.k.mjög jákvætt skref og ákveðin skilaboð frá sveitarfélaginu til samfélagsins hér í Djúpavogshreppi í nokkuð víðum skilningi.

Virðingarfyllst

Oddviti / forstöðum. ÍÞMD

Andrés Skúlason

Bókun sveitarstjórnar á fundi 09.10.2008.
c) Hugmynd um að hafa gjaldfrjálst í sund í ÍÞMD fyrir börn með lögheimili í Djúpavogshreppi á grunnskólaaldri og yngri.
Málið rætt og forstöðum. ÍÞMD veitt heimild til að auglýsa breytinguna frá 1.nóv.2008.




 

 

 





















Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.21:00:00
Hiti:1,1 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.21:00:00
Hiti:0,2 °C
Vindátt:S
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.21:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is