Fréttir
30.04.2007 - Fuglaskoðunarhús og ýmislegt um birds.is
 

Eins og glöggir menn hafa kannski tekið eftir hefur risið fuglaskoðunarhús út við Selabryggjur ytri c.a. 100 m frá suðurenda Fýluvogsins, vinnunni við það verður væntanlega lokið á morgun. Það er fuglaverkefnið birds.is sem er áhugahópur einstaklinga hér á Djúpavogi sem hefur veg og vanda að þessari byggingu. Húsið er langt að komið en það er smíðað að bænum Dæli í Vestur Húnavatnssýslu en þar býr smiður að nafni Víglundur sem að vinnur m.a. við smíði á fuglaskoðunarhúsum, stórum og smáum.

Fuglaverkefnið birds.is hefur verið að byggjast upp í rólegheitum síðastliðinn tvö ár hér á Djúpavogi, en það voru aðilar frá Útflutningsráði Íslands sem að upphaflega óskuðu eftir að styðja þetta framtak heimamanna með það fyrir augum að auka á fjölbreytni í ferðaþjónustu á svæðinu og þar sem að aðstaða til fuglaskoðunar hefur þótt mjög ábótavant hérlendis þótti við hæfi að leggja út í þetta verkefni hér þar sem að fjölbreytni þykir mikil í fuglalífinu hér á svæðinu og aðstæður góðar að öllu leyti.
Að áeggjan Útflutningsráðs var því ákveðið að ráðast skipulega í verkefnið.

Búið er að vinna þó nokkra vinnu við verkefnið, m.a. verið lögð mikil vinna í gerð heimasíðu og afla gagna á hana m.a. mikils fjölda mynda sem hafa verið teknar af þeim fuglategundum sem hafa viðkomu hér á svæðinu.
Þá er reynt að halda úti nokkuð stöðugum fréttum á síðunni. Þá hafa verið unnin séstök auglýsingaskilti með fuglamyndum og kortum af fuglaskoðunarsvæðunum, einnig hafa verið framleiddir bæklingar, sérstakur fuglagreiningaleikur og svo hefur verið prentuð merkjavara með logo birds.is. t.d. húfur, bolir og pennar og ýmislegt fleira kann að vera á döfinni.

Flestir þeir styrkir og framlög sem sótt hefur verið um til verkefnisins hafa verið sótt um í nafni Ferðamálanefndar Djúpavogshrepps vegna birds.is. en verkefnið hefur frá upphafi notið velvilja hinna ýmsu sjóða, án þeirra hefði verkefnið aldrei orðið að veruleika.

Fyrirhugað er að efna til sérstakra fuglaskoðunardaga í maí og júní næstk.og verða þeir auglýstir sérstaklega og þá mun hið nýja fuglaskoðunarhús að sjálfsögðu verða notað í þeim tilgangi. Ætlunin er að verða með upplýsingar um fuglalífið á svæðinu í fuglaskoðunarhúsinu sem er um 15 ferm að stærð og allt hið vandaðasta. AS

 

 

 

 

 

 


 


 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.00:00:00
Hiti:2,0 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:15 m/sek
Vindhviður:21 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.00:00:00
Hiti:1,3 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.00:00:00
Hiti:2,3 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is