Fréttir
17.10.2008 - Örnefnagáta - Svar og ný gáta
 
Aftur náðist ekki að koma svari við síðustu örnefnaspurningu á netið á réttum tíma. Úr því skal nú bætt.

Við spurðum föstudaginn 3. október sl. um örnefni á skeri í Hamarsfirði.

10 manns svöruðu, sem verður að teljast nokkuð gott þar sem spurningin var í erfiðari kantinum. 9 þeirra höfðu rétt svar, sem ennfremur verður að teljast gott.

Þeir sem svöruðu voru:

Ármann Snjólfsson
Elva Sigurðardóttir
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Jón Jónsson
Valur frá Merki
Davíð Örn Sigurðarson
Jón Karlsson
Ingimar Sveinsson
Ómar Bogason (með hjálp frá Boga Ragnarssyni)
Sveinbjörn Orri Jóhannsson

9 þessara 10 voru sammála um að myndin væri af Sigguskeri, sem náttúrulega hárrétt en í nánd við Siggusker ku vera góð kræklingamið, að sögn Jóns Karlsson, húskarls í Stekkjarhjáleigu.

Við þökkum þeim sem tóku þátt og biðjum lesendur að skoða næstu gátu, hér fyrir neðan.



Enn höldum við okkur í Hamarsfirði, enda meira en nóg af örnefnum þar. Við spyrjum um þennan klett, sem er við vegamótin að bústöðum Jóns og Emils.
 

Hvað heitir kletturinn?

Svör sendist á djupivogur@djupivogur.is fyrir föstudaginn 24. október, eða þar um bil m.v. tímamörk síðustu tveggja spurninga.
 
ÓB

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.12:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:N
Vindhraði:10 m/sek
Vindhviður:21 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.12:00:00
Hiti:1,1 °C
Vindátt:N
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.12:00:00
Hiti:1,7 °C
Vindátt:V
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:14 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is