Fréttir
20.10.2008 - Afþreying og skemmtilegur félagsskapur fyrir Djúpavogsbúa
 

Afþreying og skemmtilegur félagsskapur fyrir Djúpavogsbúa

Stofnað hefur verið félag fyrir áhugasama bæjarbúa um allt sem tengist handverki, hönnun og listum.
Engar skuldbindingar, aðeins ávinningur t.d. upplýsingar um námskeið, starfsemi og fleira.

Fyrsti fundur félagsins verður haldinn þriðjud. 21. okt kl. 20:00 á Hótel Framtíð

Þá verður kosin stjórn sem heldur utan um starfsemina og upplýsingaflæði til félaga.

Einnig verður rætt um:
Möguleg húsnæði fyrir starfsemi og nýting á húsnæðinu.
Sameiginleg kaup eða nýting á tækjum og tólum.

Starfsemi (dæmi) :

Námskeið:  Til að byrja með verða námskeið haldin af heimamönnum og kostnaður í lágmarki, seinna meir verða vonandi fengnir kennarar annarsstaðar frá. Öllum félögum er frjálst að koma með eins mikið af hugmyndum og hægt er og frábært ef einhverjir bæjarbúar hafa áhuga á að halda námskeið.
Hugmyndir: saumanámskeið, fatabreytingar, prjónanámskeið, jólakortagerð (handgerð/tölvugerð), kertaskreytingar,förðunarnámskeið , töskuhönnun, bútasaumur, tréskurður, vinnsla á hornum og beinum, perluskartgripir, listmunir, leir, gler og silfurleir, hljóðfæragerð, skrapp book og svo mætti lengi telja......
Klúbbar:  Starfsemin og hversu oft er hist, byggist algjörlega á þátttöku. Þarna væru engir kennarar en kannski umsjónamenn sem eru til í að miðla sinni þekkingu og halda utan um sinn klúbb.
Hugmyndir: prjónakvöld, ljósmyndun og tölvuvinnsla á myndum ( á fartölvur ), saumaklúbbur, útskurður, bútasaumur, myndlist, krossaumur, mataruppskriftir og smökkun, víngerð og margt,margt fleira....

Fleira sem hægt er að gera:

  • Jólaföndur allar helgar í nóvember og desember, sölumarkaður í desember.
  • Áramótagrímu gerð fyrir áramót.
  • Kjólasaumur fyrir Þorrablót.
  • Lopasokkagerð fyrir bóndadag (fyrir eiginkonurnar)
  • Blómaskreytingar fyrir konudag (fyrir eiginmennina)
  • Þróunar- og samvinna í minjagripum fyrir Djúpavog
  • Stofnun á Handverkshúsi/ galleríi þar sem fólk getur selt vörur sínar

Fyrsta námskeið sem fyrirhugað er:
Grunnkennsla í töskuhönnun, -saum og -skreytingum. Kennari Ágústa Margrét Arnardóttir

Fyrsti klúbburinn sem fyrirhugaður er:
Matarlist: matgæðingar,mathákar,meistarakokkar og þeir sem kunna ekkert að elda, koma með einn rétt í hvern hitting og allir smakka, skiptast á uppskiftum og gefa góð ráð í matargerð. Fyrirfram ákveðið þema fyrir hvern hitting td. brauðréttir, osta-og skyrkökur, jólakökur,saltfiskréttir eða annað.
Gómsætur klúbbur sem bragð er af. Umsjónamaður: Ágústa Margrét Arnardóttir

Þetta er eingöngu hugsað sem skemmtileg afþreying, félagsskapur, tengslanet, upplýsingaflæði og þess háttar. Enginn einn á að stjórna þessu, heldur er þetta fyrir fólkið í bænum, rekið af fólkinu í bænum.

Allir velkomnir á opinn og skemmtilegan fyrsta fund. Sjá nánar á www.blog.visir.is/djupi

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.11:00:00
Hiti:4,5 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:12 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.11:00:00
Hiti:5,0 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.11:00:00
Hiti:5,5 °C
Vindátt:A
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is