Fréttir
31.10.2008 - Örnefnagáta - Svar og ný gáta
 
Ekki voru undirtektirnar miklar við síðustu örnefnagátu, en einungis barst eitt svar. Svarið, sem var alveg hárrétt, barst frá Ingimari Sveinssyni og var ekki að furða að hann svaraði rétt, því fyrir utan það að vera manna fróðastur um örnefni í Djúpavogshreppi vill svo skemmtilega til að kamburinn sem spurt var um er í túnfætinum hjá Ingimari.
 
Kamburinn heitir semsagt Drangurinn.
 
Við þökkum Ingimari kærlega fyrir að taka þátt og vonumst eftir fleiri svörum við næstu gátu hér fyrir neðan.
 
 
 
 

 
Örnefnið sem við spyrjum um í þetta sinn er eins og svo oft áður í Hamarsfirði. Við spyrjum um nafn á vík sem er fyrir innan Hlauphóla, þar sem Gauti og Berglind eru að byggja.
 
Hvað heitir víkin?
 
Svör sendist á djupivogur@djupivogur.is fyrir föstudaginn 7. nóvember.
 
ÓB

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.10:00:00
Hiti:1,1 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:25 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.10:00:00
Hiti:0,2 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.10:00:00
Hiti:0,3 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is