Fréttir
31.10.2008 - Gamlar myndir
 

Már Karlsson kom til okkar færandi hendi með aldeilis frábærar myndir frá Nönnu og Huldu Þórhallsdætrum. Þetta eru fjölmargar myndir frá liðinni tíð hér á Djúpavogi, teknar um miðja síðustu öld. Myndirnar má finna undir "Gamlar myndir" og "Myndasafn Nönnu Þórhallsdóttur".

Myndirnar má einnig sjá með því að smella hér.

Auka mynda frá Nönnu kom Már með tvær myndir frá Lúðvík Jónssyni en þær setti ég undir "Gamlar myndir" - "Ýmsar myndir", en læt þær einnig fylgja hér með þessari frétt.

Síðast en ekki síst kom Már með mynd úr eigin fórum, af börnum við gamla barnaskólann. Hún er einnig undir "Ýmsar myndir" en jafnframt sést hún hér fyrir neðan.

ÓB

 

 


Talið frá vinstri, milli olíuskúrsins og sláturhússins:

Bjössi á Hótelinu - Ásbjörn Karlsson
Bulli í Hlíðarhúsi - Guðjón Emilsson
Stebbi Hö. - Stefán R.B. Höskuldsson

Myndin tekið árið 1940


  Jón á Melum - Jón Guðmundsson
Gútti í Sólhól - Ágúst Lúðvíksson
Varði á Núpi - Þorvarður Einarsson


"Tíu litlir negrastrákar"

Fyrir miðju á myndinni er Hrönn Sigurgeirsdóttir, Borgargarði

Frá vinstri:

Ólafur Ágústsson, Sólhól
Valur Kristinsson, Merki
Bragi Emilsson, Hlíðarhúsi
Haukur Björgvinsson, Miðhúsum
Már Karlsson, Geysi
Geir Geirsson, Borg
Lúðvík Sigurðsson, Sætúni
Hans A. Sigurgeirsson, Borgargarði
Ingimundur Óskarsson, Geysi

Til vinstri við Hrönn fremst: Sigurður Kristinsson, Merki
Til hægri: Hörvar Brimnes, Búlandsnesi

Myndin er tekin við gamla barnaskólann.
Kolageymslan undir tröppunum sem voru upp á efri hæðina



Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.13:00:00
Hiti:4,6 °C
Vindátt:S
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:12 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.13:00:00
Hiti:7,7 °C
Vindátt:S
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.13:00:00
Hiti:6,9 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is