Fréttir
04.12.2008 - Opinn kynningarfundur á Djúpavogi fimmtudaginn 4.des
 

Opinn kynningarfundur um leiðsögumannanámskeið á Höfn og Djúpavogi.

 

Fyrirhugað er að halda námskeið í leiðsögn um lendur Ríki Vatnajökuls og Djúpavogs nú í vetur.

Framhaldsskóli Austur Skaftafellssýslu (FAS) mun sjá um að setja upp námskeiðið, annað hvort í samvinnu við MK eða Háskólann á Hólum.

Reynt verður eftir fremsta megni að setja upp námskeiðið miðað við þarfir þeirra sem að námskeiðið sitja.

Opinn kynningarfundur verður haldinn á Hótel Framtíð fimmtudaginn 4.desember kl. 20:00

Áhugasamir geta einnig haft samband við Ferða- og menningarmálafulltrúa Djúpavogs, Bryndísi, á netfangið bryndis@djupivogur.is eða í síma 478-8228

Mikilvægt er að Djúpivogur búi yfir menntuðum leiðsögumönnum, ekki síst nú vegna komu skemmtiferðaskipa á svæðið og sívaxandi fjölda ferðamanna er leggja leið sína hingað.

Sérstaklega er þeim aðilum er vinna í ferðaþjónustu á svæðinu bent á námskeiðið þar sem slíkt eykur á gæði þjónustu fyrir utan það hversu mikilvægt er að þekkja vel sitt nánasta umhverfi.
Ég hvet alla sem áhuga hafa að kynna sér málið og mæta á kynningarfundinn

Ferða-og menningarmálafulltrúi Djúpavogs



Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.12:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:N
Vindhraði:10 m/sek
Vindhviður:21 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.12:00:00
Hiti:1,1 °C
Vindátt:N
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.12:00:00
Hiti:1,7 °C
Vindátt:V
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:14 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is