Fréttir
05.12.2008 - Síðbúnar myndir frá Dögum mykurs
 
Dagar myrkurs voru haldnir hér á Djúpavogi vikuna 10. - 16. nóvember sl. Þórir Stefánsson sendi okkur myndir frá Faðirvorahlaupinu sem fór fram í Skógræktinni föstudaginn 14. nóvember. Vel var mætt en fólk gekk frá hliði skógræktarinnar að Aðalheiðarlundi þar sem var áð og boðið upp á kaffi og svala fyrir börnin. Bryndís Reynisdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogs fór þar yfir söguna á bakvið Faðirvorahlaupið og síðan fóru fram hinir nýstárlegu Reimleikar 2008. Keppt var í afturgöngu, beinagrindarhlaupi, útburði og fleiru. Mæltust reimleikarnir vel fyrir og verða eflaust endurteknir að ári. Í lok dagskrárinnar kom jólasveinninn við, en hann var á leiðnni í Toy's R Us að eigin sögn. Hann vakti eðlilega mikla kátínu hjá börnunum.
 
Í meðfylgjandi myndasafni eru myndir frá Faðirvorahlaupinu og svo sitthvor myndin frá Rökkurkvöldi í Löngubúð og kertafleytingunni.
 
Ef einhverjir luma á myndum frá öðrum viðburðum Daga myrkurs þá mega þeir endilega koma þeim til okkar.

 
ÓB

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.07:00:00
Hiti:-0,8 °C
Vindátt:Logn
Vindhraði:0 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.07:00:00
Hiti:-1,2 °C
Vindátt:N
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.07:00:00
Hiti:-0,3 °C
Vindátt:Logn
Vindhraði:0 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is