Fréttir
08.12.2008 - HUNDA- OG KATTAHALD / ORÐSENDING TIL ÍBÚA Í DJÚPAVOGSHREPPI
 
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps gekk á fundi 27. nóvember 2008 frá gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds á grundvelli samþykkta þar um. Þær hafa nú þegar tekið gildi með birtingu í Stjórnartíðindum og unnið er að birtingu á gjaldskránni á sama stað.

Að gefnu tilefni telur sveitarstjórn ástæðu til að upplýsa alla íbúana um þessi mál í sérstöku bréfi, enda snýr þetta bæði að réttindum og skyldum þeirra sem kjósa að eiga dýr af annarri hvorri framangreindri tegund og rétti hinna, sem kjósa að vera án þeirra.

Bæði gjaldskráin og samþykktirnar hafa verið birtar á heimasíðunni www.djupivogur.is og eru meðfylgjandi í þessari frétt. Auk þess geta þeir, sem vilja, fengið afhent útprentuð eintök.

Að fenginni reynslu og sé litið til annarra sveitarfélaga er ljóst að dýrahald í þéttbýli getur verið vandmeðfarið.  Það kann að valda ágreiningi í of miklum mæli, bæði milli íbúanna sjálfra og svo milli einstakra íbúa og forsvarsmanna sveitarfélaga, en sveitarfélögin þurfa eðli málsins samkvæmt að fylgja samþykktum eftir þar sem reglur hafa verið settar, berist kvartanir eða ábendingar.

Á starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Austurlands, sem fer með yfirstjórn þessa málaflokks í fjórðungnum, hafa „þyngri mál“ er varða hunda- og kattahald í þéttbýli stóraukist á síðustu árum, en til þess berast aðeins alvarlegri mál.  Í ljósi þessa hafa öll þéttbýlissveitarfélög á starfssvæði eftirlitsins, mótað sérstakar reglur/samþykktir á undanf. árum m.a. til að geta gripið til, þegar ágreiningur kemur upp.  

Ekki má gleyma því að oft er litið á hund eða kött sem einn af fjölskyldumeðlimum og víða hljóta þessi dýr mjög góða umhirðu, en þau hafa sínar þarfir og sitt eðli.
 
Sveitarstjórnin vill stuðla að því að þeir sem vilja halda slík dýr hér eigi þess kost að uppfylltum sambærilegum reglum og gilda í mörgum sveitarfélögum. Rétt er einnig að upplýsa, að unnið er að því að ganga frá ráðningu sérstaks eftirlitsmanns, til að annast framkvæmd ýmissa mála þessu að lútandi og vinnureglum þar um.

Um leið og framangreind atriði eru kynnt íbúum Djúpavogshrepps er látin í ljós sú ósk að gott samstarf megi ríkja milli eigenda dýranna og annarra íbúa og sveitarstjórnar, sem kann að þurfa að grípa til aðgerða, berist kvartanir eða ljóst þyki að reglum sé ekki framfylgt.  Verði íbúar fyrir ónæði vegna dýra, t.d. inni á eigin lóð, mun reynslan vera sú, að vænlegra sé til árangurs og sátta ef viðkomandi íbúi kemur ábendingum milliliðalaust á framfæri við þann sem á dýrið.  Ástæða þessa er sú, að oftar en ekki gera dýraeigendur sér ekki grein fyrir því að það kunni að stafa truflun eða ónæði af dýrinu þeirra.
 
Hér með eru því allir hlutaðeigandi hvattir til að stuðla að sem beztu samstarf í þessum efnum og hundaeigendur / kattaeigendur beðnir að tryggja, að sem minnst þurfi að reyna á sektarákvæði o.fl. í umr. samþykktum og í gjaldskránni.

Djúpavogi, 8. desember 2008;

Sveitarstjóri
 
Gögn:
 
 
Ofangreind gögn má einnig nálgast í veftrénu til vinstri undir:
 
Stjórnsýsla - Reglur og samþykktir - Hunda- og kattahald

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.11:00:00
Hiti:0,9 °C
Vindátt:N
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:26 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.11:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.11:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is