Fréttir
02.01.2009 - Áramótin á Djúpavogi - Myndir
 
Áramótin fóru fram hér á Djúpavogi eins og lög gera ráð fyrir, meira að segja 1 sekúndu seinna en venjulega eins og búið var að fyrirskipa. Áður er áramótin gengu í garð fjölmenntu Djúpavogsbúar á brennu inn við Rakkaberg eins og venjan er. Brennan var hin ágætasta og Björgunarsveitin Bára stóð fyrir glæsilegri flugeldasýningu. Myndir frá brennunni má sjá hér að neðan. Þar sem undirritaður var ekki með myndavélina á fæti varð megnið af myndiunum ekki upp á marga fiska, en einhverjar voru þó nothæfar.

Bæjarbúar voru duglegir að skjóta upp og veðrið var einfaldlega stórkostlegt, stafalogn og heiður himinn.
 
ÓB
 
 
 
 
 
 
 
 

 

Ástæða þess að þessi mynd birtist hér er sú að fjölmargir lesendur hafa kvartað yfir því að það birtist aldrei mynd af umsjónarmanni djupivogur.is á heimasíðunni. Því fannst mér við hæfi að verða við þeirri bón og hafa þetta sem síðustu mynd ársins 2008 (þó að fréttin birtist 2009). Á þessari mynd má semsagt sjá Ólaf Björnsson, hægra megin ásamt syni hans, Hilmi Degi og feðgunum Óðni og Pálma Fannari Smárasyni. Takk fyrir það.

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.21:00:00
Hiti:1,8 °C
Vindátt:SA
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.21:00:00
Hiti:1,3 °C
Vindátt:SA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.21:00:00
Hiti:1,7 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 16.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is