Fréttir
09.01.2009 - Eigendaskipti á Við Voginn á Djúpavogi
 
Í dag tóku nýir eigendur við versluninni Við Voginn. Eigendaskiptin fóru fram fyrir milligöngu Djúpavogshrepps í fullu samráði við fyrri eigendur. Fyrirtækið er nú í eigu Vogs ehf. og Djúps ehf., en eigendur þeirra fyrirtækja eru Emil Karlsson, Elísabet Guðmundsdóttir, Jón Karlsson og Jónína Guðmundsdóttir.

Fyrri eigendur hafa óskað eftir því við heimasíðu Djúpavogshrepps að hún komi á framfæri þökkum til heimamanna, starfsmanna, allra viðskiptavina og birgja fyrir ánægjuleg viðskipti í u.þ.b. tvo áratugi. Jafnframt senda þeir árnaðaróskir til hinna nýju eigenda.

Við hér á heimasíðunni færum fyrri eigendum þakkir fyrir framlag þeirra til uppbyggingar ferðaþjónustu í byggðarlaginu. Einnig óskum við nýjum eigendum alls hins besta í lengd og bráð.


Texti: ÓB / BHG
Mynd: AS


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.07:00:00
Hiti:1,3 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:24 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.07:00:00
Hiti:-0,1 °C
Vindátt:N
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.07:00:00
Hiti:0,0 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is