Fréttir
16.01.2009 - Ólafur Áki Ragnarsson á "hátindi frægðarinnar"
 
Djúpavogsbúinn Ólafur Áki Ragnarsson er nú um þetta leiti, við þriðja mann, að klára síðustu metrana upp á hæsta fjall Suður Ameríku, Aconcagua, þ.e. ef ferðaáætlun hefur staðist. Aconcagua er 6.962 metra hátt.

Hófu göngugarparnir ferðalagið sunnudaginn 4. janúar sl. og hafa bloggað eins og best þeir geta á meðan á því hefur staðið. Síðasta færsla er frá því í gær (15. janúar) en þá voru garparnir á leið uppí Camp III í 6000 m. hæð.

Hægt er að skoða síðuna mér því að smella hér.

Við tókum okkur það bessaleyfi að stela færslu af bloggsíðunni þar sem ferðalagið er útlistað nánar:

Þann 4. janúar 2009 héldu þau Bragi Ragnarsson, Ingólfur Gissurarson, Ólafur Áki Ragnarsson og Sigríður Lóa Jónsdóttir af stað áleiðis til Mendoza í Argentínu.  Markmiðið er að klífa hæsta fjall Suður Ameríku, Aconcagua 6.962 metra að hæð.  Gengin verður svokölluð Normal Route leið á norðvesturhlíð fjallsins.

Það var á vordögum sem ákvörðun var tekin um að stefna á Aconcagua í janúar.  Göngumenn hafa í gegnum árin stundað útiveru, gengið á fjöll innanlands- og erlendis.

Undirbúningur að því að  klífa Aconcagua hefur staðið í um 10 mánuði.  Hann hefur falist m.a. í fjallaferðum, hlaupum, æfingum í líkamsræktarstöðvum og fleiru.  Undirbúningurinn felst í því að koma sér í gott líkamlegt form og ekki síst að vera í góðu andlegu jafnvægi, þegar haldið er af stað.

Mikið reynir á göngumenn andlega við erfiðar aðstæður s.s. kulda en reikna má með að síðustu dagana verði um - 30° frost á svæðinu.  Hæðarveiki getur þjakað göngumenn í háfjallaklifri.  Einn fylgifiska þess að stunda háfjallaklifur er hættan á hæðarveiki.  Í vægustu tilfellum veikinnar verða menn varir við höfuðverk, en alvarlegra ástand er hin eiginlega hæðarveiki sem er lungna- og heilabjúgur, sem hvort tveggja er banvænt.
 
ÓB
Ólafur Áki sagði í fyrra ferðasöguna frá Mont Blanc sem hann kleif árið 2007. Sögustundin fór fram í Löngubúð. Árið þar á undan kleif hann fjallið Kilimanjaro, þannig að hann er ýmsu vanur.

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.20:00:00
Hiti:0,3 °C
Vindátt:A
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.20:00:00
Hiti:0,4 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.20:00:00
Hiti:0,8 °C
Vindátt:A
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is