 Lið Menntaskólans á Egilsstöðum í Gettu betur, með Arnar Jón Guðmundsson í broddi fylkingar vann frækinn sigur á liði Menntaskólans á Ísafirði í 2. umferð spurningakeppninnar í gær. ME vann með 16 stigum gegn 14. Eru menntskælingar með þessu komnir í "sjónvarpssal" en næsta umferð er sýnd beint í sjónvarpinu. Dregið verður í 3. umferð mánudaginn 26. janúar nk. Við óskum Arnari Jóni og félögum hjartanlega til hamingju með árangurinn. Undirrituðum urðu á mistök í frétt í gær þegar hann sagði að Arnar Jón væri fyrsti nýársneminn til að vera valinn í Gettu betur - lið Menntaskólans á Egilsstöðum. Það rétta er að það kemur reglulega fyrir að fyrsta árs nemar eru valdir í liðið. Vill undirritaður biðjast afsökunar á þessum mistökum. Hins vegar deilir Arnar Jón þeim árangri með Stefáni Boga Sveinssyni frá Egilsstöðum og Kjartani Braga Valgeirssyni frá Reyðarfirði, að vera fyrsta árs nemi sem kemst í sjónvarpið með liði ME.
ÓB
|