Fréttir
28.01.2009 - Bréf frá fjallagarpinum Ólafi Áka
 

Fyrir þremur dögum síðan fékk undirritaður tölvupóst frá Ólafi Áka Ragnarssyni þar sem hann flutti nánari fréttir af ferðum sínum á fjallið mikla, Aconcagua í suður Ameríku.  Eins og sjá má í texta sendi undirritaður Ólafi mynd af Búlandstindi til að taka með sér á fjallið og það má einmitt sjá hér þar sem hann stendur með myndina af Búlandstindinum svo og auðvitað lét hann mynda sig líka með ljósmynd af fermingarsystkinunum eins og hann hefur gert í öðrum hátindagöngum til þessa.
Þessi fjallganga Ólafs er sú erfiðasta sem hann hefur reynt til þessa og hefur verið mikil þrekraun og þótt hátindinum hafi ekki verið náð þá óskum við honum að sjálfsögðu til hamingju með þetta afrek, því afrek er þetta sannarlega því líkamleg áraun er gríðarlega mikil þegar komið er upp í þær hæðir sem Ólafur og félagar náðu.

Sjá annars bréfið sem Óli sendi mér sem að undirritaður fékk að sjálfsögðu leyfi til að birta í heild sinni ásamt myndunum.  
Andrés Skúlason

Sæll Andrés. Þá er ég kominn aftur á skrifstofuna, eftir mikla ævintýraferð til Argentínu sem endaði í 6.600 m hæð, eða um 350 frá  tindi Aconcagua. Ferðin tók um þrjár vikur og skilur eftir sig djúp  reynsluspor í sálartetrið. Það reyndi mikið á sál og líkama í ferðinni. Ég fór tvisvar í læknisskoðun og kom vel út úr henni. Ég var í góðu líkamlegu formi og það gekk vel hjá mér að ganga upp fjallið. Ég er um 8 kg. léttari í dag en áður en ævintýrið hófst, er strax farinn að vinna í því að bæta það upp. Þegar við komum í 6600 m hæð og áttum eftir 350 m á toppinn eða um 2 ½ klst. af 12 daga göngu var veðrið orðið algjörlega kolvitlaust og ekkert vit í því að halda áfram. Nokkuð súrt, en við þekkjum það gamlir sjómenn að ögra ekki náttúruöflunum, þannig að á þessum tímapunkti snérum við við.   Sendi mynd sem tekinn var af mér í um 6000 m hæð í hlíðum Aconcagua, með myndina af Búlandstindi sem þú sendir mér. Það er ca. 1069 m eftir á topp Aconcagua þar sem myndinn er tekinn, eða einn Búlandstindur. Þá sendi ég mynd af mér með jafnöldrum og fermingarsystkinum frá Djúpavogi, sem farið hafa með mér á Hvannadalshnúk (2.110 m) Kilimanjaro ( 5.895 m) Mont Blanc (4.808 m) og  Aconcagua í (6.600 m).  Dugnaðar fólk þessi árgangur.  

Með kveðju/Best regards

Ólafur Áki Ragnarsson
bæjarstjóri Ölfuss
olafur@olfus.is
sími: 480-3800


 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.00:00:00
Hiti:2,2 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.00:00:00
Hiti:1,3 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.00:00:00
Hiti:2,4 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is