Fréttir
09.02.2009 - Heimsókn frá Hollandi
 
Í gær, sunnudagskvöld, voru nemendur í grunnskólanum með uppákomu á Hótel Framtíð.  Þannig var að Sigurður Guðmundsson, listamaður, er á ferðalagi með um 60 nemendur og kennara úr hollenskum listaháskóla.  Hann vildi gjarnan sýna þeim Djúpavog og kom með þau hér í gær.  Þau snæddu kvöldverð á hótelinu og voru Berglind og József, ásamt samsöngsnemendum fengin til að vera með stutta skemmtidagskrá. 
Frjáls mæting var hjá nemendum en það voru um 20 börn sem sáu sér fært að mæta.  Foreldrum þeirra og þeim eru færðar sérstakar þakkir fyrir að taka sunnudagskvöldið frá, til að vera fulltrúi sveitarfélagsins síns.  Þeir sem komu lengst að keyrðu hvorki meira né minna en 80 km, fram og tilbaka til að leggja sitt af mörkum.  Dagskráin heppnaðist einstaklega vel og Sigurður Guðmundsson hafði sérstaklega orð á því að það væri á svona stundum sem hann væri stoltur af því að vera Íslendingur!!
Sveitarstjóri, skólastjóri og umsjónarmaður samsöngs í skólanum vilja ítreka þakkir sínar til foreldranna og barnanna sem mættu.  Rós í hnappagatið til þeirra allra.  HDH

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.13:00:00
Hiti:1,3 °C
Vindátt:N
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:24 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.13:00:00
Hiti:0,9 °C
Vindátt:N
Vindhraði:8 m/sek
Vindhviður:16 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.13:00:00
Hiti:2,1 °C
Vindátt:SA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is