Fréttir
12.02.2009 - Eigendur fasteigna í Djúpavogshreppi, athugið
 
Nú stendur yfir endurskoðun á lóða- og fasteignaskrá Djúpavogshrepps.  Til verksins hefur verið ráðinn tímabundið Þórhallur Pálsson, arkitekt, sem lengi hefur sinnt störfum á sambærilegu sviði, m.a. á Fljótsdalshéraði.

Tilgangurinn er að tryggja að lóðir og mannvirki í hreppnum séu rétt skráð og að samræmi sé milli lóðarsamninga og stærðar bygginga annars vegar og skráningar Fasteignaskrár (áður Fasteignamats) ríkisins hins vegar um lóðir og mannvirki. Ljóst er að skráður aldur bygginga og lóðarsamninga er afar mismunandi og því eru heimildir, sem til eru, mis nákvæmar og í tilfellum rangar eða villandi.

Mikilvægt er, að samræmi sé hvað þessi mál varðar, enda eru þessar skrár forsenda réttrar álagningar fasteigna- og lóðagjalda í hreppnum og með hliðsjón af jafnræðissjónarmiðum verður að reyna að tryggja að unnið sé með sem réttastar upplýsingar hverju sinni.

Íbúar hreppsins mega eiga von á því á næstunni, að til þeirra verði leitað vegna upplýsinga um ákveðin atriði og í því skyni, þar sem það á við, að lóðir í þéttbýlinu og einstök mannvirki í byggðarlaginu verði mæld upp á staðnum.  Þess er vænst að verkinu verði vel tekið og að gott samstarf verði um að útfæra það.

Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 478-8288, en einnig má senda fyrirspurnir / ábendingar á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is.

Sveitarstjóri


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.16:00:00
Hiti:-0,4 °C
Vindátt:NA
Vindhraði:8 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.16:00:00
Hiti:0,3 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.16:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 18.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is