Fréttir
12.02.2009 - Ferðafélag Djúpavogs - Sigurnes-Kiðhólmi
 

Ferðafélag Djúpavogs ætlar að standa fyrir gönguferðum í vetur og vor, farið verður á sunnudögum til að byrja með, en seinni part dags eða á kvöldin þegar fer að birta og vora.

Fyrsta ferðin var farin síðasta sunnudag. Gengið var frá Sigurnesi (þar sem gömlu kartöflugarðarnir voru) og út í Kiðhólma. 9 manns fóru í þessa fyrstu ferð með ruslapoka og tíndum við 40 kg af rusli og segja myndirnar allt sem segja þarf.

Smellið hér til að sjá þær.  

Næst verður gengið frá Kiðhólma og út í Sandey-Kálk-Hvaley, síðan Tögl og Hörganesið til baka. Mæting Við Voginn kl.13:00 sunnudaginn 15. febrúar.

Texti: ASG
Myndir: EG


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.06:00:00
Hiti:1,6 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:23 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.06:00:00
Hiti:0,1 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.06:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:V
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is