Fréttir
12.03.2009 - Sigur í Stóru upplestrarkeppninni
 

Auður Gautadóttir sigraði á Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar, sem haldin var á Höfn í Hornafirði í gær.  Alls tóku 11 nemendur þátt, tveir frá Grunnskóla Djúpavogs, þær Auður og Heiðbrá og níu frá Grunnskóla Hornafjarðar.  Í öðru sæti var Heiðdís Anna frá Hornafirði og Ragnar frá Hornafirði var sá þriðji. 
Við fórum saman í rútu, klukkan eitt í gær, lögðum af stað í slyddu en keyrðum inn í sól og blíðu þegar komið var suður í Lón.  Með í för var klapplið sem samanstóð af nemendum 6. - 9. bekkjar og stóðu þeir sig vel og voru góður stuðningur við stelpurnar okkar.  Eftir skemmtilega ferð í sjoppuna fórum við upp í kirkju og fylgdumst með keppninni.  Þar var kynnir Gabríel Örn, en hann sigraði einmitt í keppninni í fyrra.  Keppnin í ár var mjög skemmtileg og stóðu allir keppendur sig mjög vel.  Þó var það samdóma álit dómnefndar að þeir þrír nemendur, sem hlutu verðlaunin, hafi skarað fram úr og því fór sem fór.
Við óskum Auði, innilega til hamingju.  Myndir eru hér.  HDH


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.21:00:00
Hiti:1,1 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.21:00:00
Hiti:0,2 °C
Vindátt:S
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.21:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is