Fréttir
20.03.2009 - Spurningakeppni Neista - 2. kvöld
 
Í gær fór fram 2. kvöld spurningakeppni Neista 2009. Í þetta sinn öttu 4 lið kappi.

Í fyrstu umferð kepptu Djúpavogshreppur og Hótel Framtíð þar sem Framtíðarliðið hafði sigur eftir æsispennandi keppni, lokatölur 16-15.

Í annarri umferð kepptu ríkjandi meistarar Eyfreyjuness við Austverk og endaði umferðin 9 - 5 fyrir Eyfreyunes.

Í þriðju umferð mættust síðan Hótel Framtíð og Eyfreyjunes og eftir harða baráttu stóð lið Eyfreyjuness uppi sem sigurvegari 11 - 9 og er því komið í úrslitin. Það má vera að sú taktík hjá Eyfreyjunesi að með sér bikarinn frá því í fyrra til að taka andstæðinginn á taugum hafi heppnast fullkomlega.

Það er ljóst að Eyfreyjunes ætlar sér að verja titilinn með kjafti og klóm en þau þurfa sannarlega að hafa fyrir því þar sem liðin sem nú eru komin í úrslit, Grunnskólinn (kennarar) og HB Grandi eru bæði firnasterk.

Mætingin í gærkvöldi var ekki eins góð og á þriðjudaginn en stemmningin var frábær.

Myndir frá kvöldinu má sjá með því að smella hér .

Á þriðjudaginn kemur í ljós hvaða lið nær að tryggja sér síðasta sætið í úrslitum en þá keppa:

Grunnskólinn (nemendur) – Ósnes
Fiskmarkaðurinn - Raflagnir Austurlands

ÓB

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.04:00:00
Hiti:1,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:23 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.04:00:00
Hiti:1,2 °C
Vindátt:N
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.04:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:V
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is