Fréttir
02.04.2009 - Bakarí á Djúpavogi
 

Í dag var tekið í notkun bakarí í húsnæði Samkaup-Strax á Djúpavogi. Fréttin barst reyndar út eins og eldur í sinu í gær, 1. apríl, en flestir héldu að um gabb væri að ræða, þangað til búðargestir sáu heljarstóran ofn, sem afgreiðslufólkið sagði mönnum að tekinn yrði í notkun daginn eftir. Þegar fréttaritara heimasíðunnar bar að garði fyrir hádegið í dag, var verið að taka ilmandi brauð út úr bakaraofninum, sem Bjarni Helgason bakari frá Myllunni hafði skellt deigi í af ýmsum tegundum fyrr um morguninn. Það var heimamaðurinn Kristján Karlsson, alþekktur sælkeri og áhugamaður um allt, er að kjafti kemur, sem beið spenntur eftir fyrstu afurðunum. Brátt dreif að fleiri, sem komast vildu í ilmandir afurðir bakarans.

Heimasíðan óskar okkur öllum til hamingju með þessa ánægjulegu nýjung.

Þess má geta að Bjarni bakari er Austfirðingur, ættaður af Jökuldal og í samtali við hann rifjaðist upp að hann hefði m.a. verið trommari og aðalsöngvari í þeirri ágætu hljómsveit, Völundi, sem gerði garðinn frægan upp úr 1970.

Var því leitað í smiðju félaga hans, Stefáns Bragasonar, sem spilaði á hljómborð í Völundi um aðstoð við að lýsa kostum bakarans (og einum af ókostum sveitarstjórans).  Myndir eru hér.

Djúpavogs- mun -hreppnum ekki hraka,
heimamenn nú fitna á því landsvæði.
En kenna þarf ei Birni H. að baka
Bjarni, einnig  þekktur fyrir vandræði.

                                                         SSB / BHG

 BHG


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.17:00:00
Hiti:1,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:17 m/sek
Vindhviður:23 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.17:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:N
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.17:00:00
Hiti:2,4 °C
Vindátt:V
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is