FrÚttir
06.04.2009 - Kristjßn Ingimarsson Ý SamfÚlaginu Ý nŠrmynd
 

Kristján Ingimarsson er staddur í Reykjavíkurhreppi til að halda fyrirlestur á vegum Fuglaverndunarfélagsins um verkefnið Birds.is sem á dögunum hlaut "Frumkvöðulinn", verðlaun Markaðsstofu Austurlands fyrir að hafa aukið fjölbreytni í ferðaþjónustu á Austurlandi.Hann mun segja frá hvernig það kom til að farið var að leggja áherslu á fuglaskoðun á Djúpavogi og nágrenni, hvað hefur verið gert á vegum birds.is og hvað er framundan í
verkefninu. Kristján mun einnig kynna þau svæði sem henta best til fuglaskoðunar þar um slóðir en Álftafjörður og Hamarsfjörður í næsta nágrenni eru alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði vegna þúsunda jaðrakana og hundruða álfta sem hafa þar viðkomu .

Fyrirlesturinn verður haldinn þriðjudaginn 7. apríl og hefst kl. 20:30 á nýjum stað fræðslufunda Fuglaverndar, í húsi Kaupþings við Borgartún 19 (jarðhæð) gengið inn um aðalinngang. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en kostar annars 200 kr.

Kristján var í viðtali í þættinum Samfélagið í nærmynd í morgun vegna þessa og er hægt að hlusta á viðtalið með því að smella hér. Viðtalið byrjar á mínútu 15 í þættinum, en hægt er að "spóla" þangað með þeirri óskaplegu tækni sem veraldarvefurinn býr yfir.

ÓB


Ve­ri­ Ý dag
Ve­urst÷­in Papey kl.08:00:00
Hiti:0,4 ░C
Vindßtt:A
Vindhra­i:9 m/sek
Vindhvi­ur:12 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Teigarhorn kl.08:00:00
Hiti:0,7 ░C
Vindßtt:A
Vindhra­i:5 m/sek
Vindhvi­ur:8 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Hamarsfj÷r­ur kl.08:00:00
Hiti:1,1 ░C
Vindßtt:ANA
Vindhra­i:9 m/sek
Vindhvi­ur:13 m/sek
 
 
Flˇ­ og Fjara: 27.1.2020
smmffl
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
             
Fj÷lmenningarsetur
Fiskmarka­ur Dj˙pavogs
═sland.is