Fréttir
08.04.2009 - Nýr bátur á Djúpavogi
 

Nú í morgun skreið að landi nýr bátur á Djúpavogi. Báturinn heitir Sæljós GK 185, keyptur frá Grindavík og eru nýir eigendur Ósnes og Eyfreyjunes á Djúpavogi. Hyggjast nýir eigendur gera bátinn út til fjölveiða og eru þeir m.a. búnir að sækja um leyfi til hrefnuveiða.

Báturinn, sem er stálbátur, var smíðaður á Seyðisfirði árið 1968, er 64.7 brúttótonn, 21 metri að lengd og 4.8 metrar á breidd.

Bar báturinn áður nöfnin Sæmundur GK, Sæmundur SF, Helguvík ÁR, Fossborg ÁR, Arnþór EA og Valur NK.

Báturinn var endurbyggður árið 1998, m.a. lengdur og tekinn í allsherjar yfirhalningu.

Bátnum var siglt af stað um kl. 23:00 á mánudagskvöldið 6. apríl og er því ferðalagið búið að taka rúma 30 tíma. Um borð á leiðinni austur voru bræðurnir Hreinn og Birgir Guðmundssynir, Hringur Arason og Jón Karlsson, skipstjóri.

Nýir eigendur munu á næstunni taka bátinn í gegn og gera hann sem glæsilegastan og vonast til að geta byrjað að róa á honum með sumrinu.

Vonandi sannast hér hið fornkveðna að þeir munu fiska sem róa.

Heimasíðan óskar nýjum eigendum til hamingju með hið nýja skip og þeir eiga von á Hnallþórum, þegar þeir eru búnir að sýna fram á hversu fisknir þeir eru og tekjurnar fara að streyma í hafnarsjóð.

Myndir af komu nýja bátsins má sjá með því að smella hér.

Texti: ÓB/BHG
Myndir: ÓB


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.22:00:00
Hiti:-1,1 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.22:00:00
Hiti: °C
Vindátt:
Vindhraði: m/sek
Vindhviður: m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.22:00:00
Hiti:-0,7 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 18.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is