FrÚttir
15.04.2009 - Fer­afagna­ur 2009
 

Ferðafagnaður 2009 verður haldinn á landsvísu laugardaginn 18.apríl. Ferðaþjónustuaðilar á Djúpavogi ætla að sjálfsögðu að taka þátt og eru heimamenn boðnir sérstaklega velkomnir í heimsókn til þess að kynna sér það sem er í boði á staðnum fyrir ferðamenn.

Hugmyndin er sú að ferðaþjónustan vekji atygli á starfsemi sinni og geri almenning meðvitaðri um allt það góða sem ferðaþjónustan hefur upp á að bjóða.

Dagskrá dagsins í heild er hægt að finna hér en dagskrána fyrir Ferðafögnuð á Austurlandi má sjá hér.

Hægt verður að fara í heimsókn til ferðaþjónustuaðila á Djúpavogi eftir því sem hér segir:

Langabúð: Ókeypis inn á söfnin milli 14:00 og 16:00. Heitt á könnunni.

Við Voginn: Kynning og tilboð á nýrri vöru í grillinu.

Hótel Framtíð: Opið sérstaklega fyrir gesti milli kl.16:00-18:00. Heitt á könnunni. Gestir geta skoðað hótelið.

Sundlaug Djúpavogs: Opið milli kl.11:00-15:00 – frítt í sund fyrir alla fjölskylduna

Birds.is: Býður upp á fuglaleiðsögn um fuglalíf í Djúpavogshreppi kl.10:00. Farið frá fuglasafninu. Frítt inn á fuglasafnið á milli kl.13:00 og 15:00

Ferðafélag Djúpavogs: Verður með gönguferð á sunnudeginum 19.apríl. Allir velkomnir

Fyrir ferðaþjónustuna er þetta frábært tækifæri til þess að kynna það sem er í boði fyrir ferðamenn.

 BR


Ve­ri­ Ý dag
Ve­urst÷­in Papey kl.15:00:00
Hiti:8,2 ░C
Vindßtt:SA
Vindhra­i:6 m/sek
Vindhvi­ur:8 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Teigarhorn kl.15:00:00
Hiti:7,9 ░C
Vindßtt:SA
Vindhra­i:4 m/sek
Vindhvi­ur:8 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Hamarsfj÷r­ur kl.15:00:00
Hiti:8,3 ░C
Vindßtt:ASA
Vindhra­i:3 m/sek
Vindhvi­ur:6 m/sek
 
 
Flˇ­ og Fjara: 15.9.2019
smmffl
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          
             
Fj÷lmenningarsetur
Fiskmarka­ur Dj˙pavogs
═sland.is