Fréttir
24.04.2009 - Sendibréf frá 1942
 

Heimasíðan hefur fengið gamalt og mjög áhugavert bréf í hendur og fékk undirritaður góðfúslegt leyfi hjá Ásdísi Þórðardóttur íbúa á Djúpavogi að birta efni þess hér á síðunni.  Innihald bréfsins er um margt merkilegt og þykir undirrituðum efni þess hæfa sérstaklega vel nú um stundir þegar íbúar þessa lands eru að upplifa mikinn samdrátt í efnahagslífi þjóðarinnar.  Það var afi Ásdísar,  Snjólfur Stefánsson frá Veturhúsum í Hamarsdal sem var viðtakandi þessa bréfs á því herrans ári 1942.   Það er ljóst af lestri bréfsins að umræðan er um margt ótrúlega lík í dag og hefur verið í þá daga þegar bréfið er ritað og vandamálin í raun af svipuðum toga.  
Það hefur sannarlega ekki alltaf dropið smjör af hverju strái í þessu landi,eins og sjá má af lestri bréfsins. 
Í bréfinu eru líka hollar áminningar um hvernig pólitískir flokkadrættir hafa leikið fólkið grátt og aukið á sundurlyndi um sveitir landsins.  Bréfsefnið á því sannarlega við nú um stundir þegar einn dagur er til þess að við göngum til alþingiskosninga.  

Um leið og heimasíðan vill þakka hér Ásdísi fyrir leyfi til að birta þetta bréf, vill síðan hvetja aðra sem kunna að hafa slíkar gersemar undir höndum að koma þeim endilega á framfæri og deila með okkur hér á síðunni. 


Andrés Skúlason


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.07:00:00
Hiti:4,7 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.07:00:00
Hiti:3,1 °C
Vindátt:N
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.07:00:00
Hiti:4,8 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is