FrÚttir
01.05.2009 - Stu­ningur vi­ Hr÷fnu H÷nnu
 

Tónleikafélag Djúpavogs setti í gang á nýliðinni Hammondhátíð söfnun til styrktar Hröfnu Hönnu Elísu Herbertsdóttir sem er komin í 4 manna úrslit í Idol stjörnuleit. Var styrktarkössum komið fyrir á Hótel Framtíð, í Samkaup og versluninni Við Voginn. Stóðu kassarnir á framgreindum stöðum frá fimmutudeginum 23. apríl til þriðjudagsins 28. apríl og söfnuðust í þá tæpar 35.000 krónur. Auk þess ákvað Tónleikafélag Djúpavogs að styrkja Hröfnu um 20.000 krónur og í gær var peningunum komið í til Jónínu Ingvarsdóttur, móður Hröfnu en hún heldur suður í dag og mun koma þeim til dóttur sinnar. Af þessu tilefni var meðfylgjandi mynd tekin en hún sýnir Kristján Ingimarsson, fulltrúa Tónleikafélags Djúpavogs afhenda Jónínu styrkinn.

Eins og gefur að skilja er það sannarlega ekki ókeypis að taka þátt í keppni sem þessari, t.a.m. verða keppendur fyrir miklu vinnutapi, sérstaklega þeir sem koma langt að.

Við hjá Tónleikafélaginu erum að sjálfsögðu gríðarlega sátt við hve vel söfnunin tókst og viljum endilega gera betur.

Þess vegna skorum við á fyrirtæki í Djúpavogshreppi að jafna okkar upphæð, kr. 20.000 og styrkja Hröfnu þannig.

Búið er að stofna söfnunarreikning í Sparisjóðnum en þannig gefst öllum færi á að gefa frjáls framlög, styrkja gott málefni og aðstoða Hröfnu við að halda merki Djúpavogshrepps á lofti.

Reikningsnúmerið er 1147-05-546.

Stöndum nú saman og styðjum við bakið á Hröfnu sem er búin að vera okkur til mikils sóma.

Hrafna Hanna tekur þátt í 4 manna úrslitum nk. föstudagskvöld. Keppendur flytja lög frá fæðingarári sínu og hefur Hrafna valið lögin "Livin' on a prayer" eftir Bon Jovi og Whitney Houston lagið "Didn't we almost have it all". Hrafna er fyrst á svið og er kosninganúmer hennar 900-9001.

Með baráttukveðjum;
Tónleikafélag Djúpavogs

 


Kristján Ingimarsson færir Jónínu Ingvarsdóttur styrktarkassann góða


Hrafna Hanna ásamt Guðrúnu Lísu Einarsdóttur / mynd visir.is


Ve­ri­ Ý dag
Ve­urst÷­in Papey kl.08:00:00
Hiti:1,2 ░C
Vindßtt:SV
Vindhra­i:14 m/sek
Vindhvi­ur:19 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Teigarhorn kl.08:00:00
Hiti:1,7 ░C
Vindßtt:SV
Vindhra­i:5 m/sek
Vindhvi­ur:14 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Hamarsfj÷r­ur kl.08:00:00
Hiti:1,7 ░C
Vindßtt:VSV
Vindhra­i:6 m/sek
Vindhvi­ur:16 m/sek
 
 
Flˇ­ og Fjara: 23.1.2020
smmffl
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
             
Fj÷lmenningarsetur
Fiskmarka­ur Dj˙pavogs
═sland.is