Events
09.05.2009 - Austfirsk handverks- hönnunar og listakynning á Hótel Framtíð

 

Þann 9.maí næstkomandi stendur Tengslanet Austfirskra Kvenna, TAK, fyrir mikilli handverks-  hönnunar- og listakynningu á Hótel Framtíð á Djúpavogi. Lagt var upp með að fá eina konu úr hverju bæjarfélagi frá Hornafirði til Vopnafjarðar til að kynna verk sín og rekstur, en ásókn og áhugi á þessu er svo mikill að yfir 23 konur munu kynna og enn bætist í hópinn. Fjölbreytileikinn verður í fyrirrúmi og allar konur sem vilja kynna sér íslenskt handverk, hönnun og listir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Dagskráin er frá 13:00-16:00 og verður á þessa leið:

Vörur til sýnis í byrjun og létt spjall
Súpa og brauð, kr. 850.-
Kynning á TAK
Kynning frá Austfirskum konum:

Hornafjörður, Árnína Guðjónsdóttir - Handverk úr grjóti og hrosshári. http://ninagud.123.is
Hornafjörður, Nanný - Leirlist
Djúpivogur,  Ágústa Margrét Arnardóttir- Tösku- og fylgihluta hönnun og framleiðslawww.gustadesign.is
Djúpivogur, Kvennasmiðjan – Handverk úr lopa
Breiðdalsvík, Guðlaug Gunnlaugsdóttir - Ás handverkshús og handverk úr lopa, garni og fl.
Breiðdalsvík, Helga Melsted - Handverk úr silfri, járni og fl.
Stöðvarfjörður, Sólrún Friðriksdóttir - Textíllistakona, handmáluð sjöl úr silki og þæfðri ull.
www.123.is/solrun.frid
Stöðvarfjörður, Rósa Valtingojer - Handverk úr keramik og leir, handmótaðir fuglar.
Stöðvarfjörður, Þóranna Snorradóttir - Handunnið silfurskart og Salthúsmarkaðurinn.
Stöðvarfjörður, Ingibjörg Eyþórsdóttir – Handunnin náttúru smyrsli.
Fáskrúðsfjörður, Berglind Ósk Agnarsdóttir - Sagnalist.
Neskaupsstaður, Theodóra Alfreðsdóttir - Handverk úr leir og ull. http://skorrahestar.123.is
Neskaupsstaður, Anna Bjarnadóttir - Listasmiðjan Þórsmörk.
Eskifjörður, Kata - Glerlist
Reyðarfjörður, Hrafnhildur M. Geirsdóttir - Hrefnuber og jurtir, handgerðar sultur.
Reyðarfjörður,  Esther Ösp Gunnarsdóttir - Hárskraut hönnun og framleiðsla. www.harspangir.com
Seyðisfjörður, Þórdís Bergsdóttir – Ullarvinnsla frú Láru, þæfð ull.
Egilsstaðir, Ingunn Þráinsdóttir - Grafísk hönnun og bókagerð. www.heradsprent.is
Egilsstaðir, Agnes Brá Birgisdóttir - Tónlist. www.warenmusic.com
Egilsstaðir, Íris Lind - Myndlist og fleira.
Egilsstaðir, Katrin Jóhannsdóttir - Fatahönnun og framleiðsla. www.katy.is 
Klaustursel, Ólafía Sigmarsdóttir - Handverk úr hreindýraleðri
Fellabær, Sandra Jónsdóttir - Ljósmyndun og þrykk.
Vopnafjörður, Hólmfríður Ófeigsdóttir- Prjónuð sjöl og handstúkur úr hreindýraleðri.

Þetta er einhver flottasti og fjölbreyttasti viðburður í handverki og hönnun sem haldinn hefur verið af Austfirskum konum.

Allar konur hjartanlega velkomnar og við vonumst við til að sjá sem allra flestar.

Til baka

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.12:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:N
Vindhraði:19 m/sek
Vindhviður:25 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.12:00:00
Hiti:0,3 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:14 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.12:00:00
Hiti:1,9 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is