Fréttir
25.05.2009 - Móttaka fyrir Hröfnu Hönnu
 

Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir, nýjasta Idol-stjarna Íslands sneri heim á Djúpavog í síðustu viku og af því tilefni var ákveðið að taka á móti henni í Djúpavogskirkju. Fór móttakan fram kl. 20:30 miðvikudaginn 20. maí að viðtsöddu fjölmenni, því hátt í hundrað manns mættu, sem má teljast gott þar sem fyrirvarinn á móttökunni var ekki nema nokkrir klukkutímar.

Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri ávarpaði samkomuna og lýsti yfir ánægju sinni með þennan árangur Hröfnu og óskaði henni innilega til hamingju fyrir hönd allra íbúa hreppsins. Þá sagði Bryndís Reynisdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi nokkur orð og leysti Hröfnu út með gjöfum og blómi (tek fram að það var í eintölu, þar sem blómvöndurinn sem átti að gefa henni var á leiðinni frá Egilsstöðum).

Hrafna endaði síðan dagskrána með því að þakka fyrir sig og taka lagið Alla leið við mikinn fögnuð viðstaddra.

ÓB

 


G
Guðný og Binni bíða spennt eftir Idolstjörnunni


Fólk að týnast í salinn


Bj. Hafþór ávarpar viðstadda


Hrafna tekur við gjöfum frá Hafþór og Bryndísi


Lagið tekið


Hrafna ásamt Sjöfn Jóhannesdóttur, sóknarpresti sem sagði nokkur vel valin orð í lok móttökunnar


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.11:00:00
Hiti:4,5 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:12 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.11:00:00
Hiti:5,0 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.11:00:00
Hiti:5,5 °C
Vindátt:A
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is