Fréttir
06.07.2009 - Svavar Knútur snýr aftur í Löngubúð-skyldumæting
 

Svavar Knútur Kristinsson er nú á ferðalagi um landið ásamt fleiri hljómsveitum undir yfirskriftinni“Hver á sér fegra föðurland”. Fimmtudagskvöldið 9.júlí hefði átt að vera fríkvöldið hans en þess í stað hefur hann ákveðið að heiðra okkur Djúpavogsbúa með nærveru sinni og spila lögin sín í Löngubúð.En hann mætti svo eftirminnilega til okkar í fyrra og spilaði í svo svartri þoku að sást vart á milli húsa.

Fyrir þá sem ekki þekkja til Svavars, þá hefur hann getið sér gott orð fyrir lagasmíð og söng, var valinn sigurvegari trúbadorakeppni Rásar 2 árið 2005 og er forsöngvari hljómsveitarinnar Hrauns.

Tónleikarnir hefjast kl 21:00 og aðgangseyrir er 1000 kr.

Við hvetjum alla Djúpavogsbúa til þess að fjölmenna á fimmtudagskvöldið í Löngubúð


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.19:00:00
Hiti:0,3 °C
Vindátt:A
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.19:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.19:00:00
Hiti:0,9 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is