Fréttir
13.07.2009 - Svavar Knútur í Löngubúð
 

Svavar Knútur, trúbador, hélt tónleika í Löngubúð á Djúpavogi fimmtudagskvöldið 9. júlí sl. Svavar hefur síðustu vikur verið á tónleikaferðalagi undir yfirskriftinni "Hver á sér fegra föðurland" ásamt Árstíðum og trúbadornum Helga Vali. Hann ákvað þannig að taka smá útúrdúr og kíkja á okkur hér á Djúpavogi, en hann hélt einmitt eftirminnilega tónleika í Löngubúð sl. sumar.

Um 30 manns mættu til að hlýða á Svavar og voru ekki sviknir, því hann fór á kostum bæði í flutningi og frásögnum. Eftir tónleikana var það ákveðið að Svavar gerði það að árlegum viðburði að kíkja við í Löngubúðinni, þannig að bæjarbúar geta strax farið að hlakka til næsta sumars.

Svavar sendi okkur tölvupóst eftir tónleikana, þar sem hann þakkaði kærlega fyrir sig og gaf okkur jafnframt eitt laga sinna, "Yfir hóla og yfir hæðir", af nýju plötunni sinni sem heitir Kvöldvaka. Við þökkum Svavari að sjálfsögðu fyrir það.

Við leyfum því að fljóta hér með, ykkur til yndisauka. Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér beint  fyrir neðan. Þeir eru reyndar tveir, Windows media og einnig QuickTime, fyrir þá sem eru með Apple tölvur. Fyrir neðan spilarana eru síðan myndir frá tónleikunum.

ÓB

 

 

 


Svavar með nýja Ukulele-ið sitt


Svavar áritaði plötur að tónleikum loknum


Hluti tónleikagesta sáttur að tónleikum loknum, þó sérstaklega Gísli

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.07:00:00
Hiti:1,3 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:24 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.07:00:00
Hiti:-0,1 °C
Vindátt:N
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.07:00:00
Hiti:0,0 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is