Fréttir
15.07.2009 - Ferðamannaparadísin Djúpivogur
 

Ferðamannastraumurinn heldur áfram að aukast á Djúpavogi og 15. dagur júlímánaðar er engin undantekning. Um miðjan dag var hér allt fullt af ítölskum ferðamönnum og ylhýrt mál þeirra hljómaði úr hverju horni. Undirritaðri fannst næstum eins og hún væri stödd í ítölsku þorpi frekar en Djúpavogi, væri ekki tekið mið af veðurfari.

Á myndinni hér fyrir neðan gerði ég nokkuð heiðarlega tilraun til þess að reyna að fanga stemminguna en þar sést að Papeyjarferðir eru við það að fylla bátinn í aðra ferð dagsins. Á Bjargstúninu sátu gestir og gæddu sér á nesti og nutu útsýnisins yfir höfnina og fyrir utan Hótel Framtíð mátti sjá langferðabíl. Um gæði myndarinnar skal ósagt látið og eru menn beðnir um að taka viljann fyrir verkið.

 

Texti og mynd: Bryndís Reynisdóttir, ferða-og menningarmálafulltrúi.


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.13:00:00
Hiti:4,6 °C
Vindátt:S
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:12 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.13:00:00
Hiti:7,7 °C
Vindátt:S
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.13:00:00
Hiti:6,9 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is