FrÚttir
14.08.2009 - Eggin Ý Gle­ivÝk - a­ lokinni vÝgslu.
 

Listaverkið „Eggin í Gleðivík“ eftir Sigurð Guðmundsson var vígt í dag.  Nánar verður gerð grein fyrir athöfninni hér á heimasíðunni m.a. með birtingu mynda, sem teknar voru við athöfnina.

Undirrituð vilja hér með þakka fjölmörgum íbúum byggðarlagssins og öðrum gestum fyrir mikla þátttöku í athöfninni.  Einnig eru þakkaðar góðar óskir og kveðjur sem fluttar voru.  

Eftirtöldum eru færðar sérstakar þakkir:
SG Vélar - Kristján Karlsson – Austverk - Emil Karlsson - Vísir HF –Flytjandi -Kristján Guðmundsson  - Sérleyfisferðir Hauks Elísson –Samkaup Djúpavogi - Hreinn Guðmundsson – Við Voginn – Hornabrauð – Vífilfell  og Björgunarsveitin Bára.  Enn fremur fá þakkir ýmsir starfsmenn Djúpavogshrepps, sem unnu að uppsetningu og öðrum atriðum er tengjast listaverkinu.

Hæsti einstaki styrkur til þessa er frá Nordic Factory ehf, sem gaf tvær milljónir til verksins og eru fyrirtækinu hér með færðar alúðarþakkir fyrir. Enn fremur hafa borist staðfestingar á fjárframlögum frá Unnþóri Snæbjörnssyni, Birni Hafþór Guðmundssyni og Hlíf Herbjörnsdóttur.

Að lokum viljum við færa  listamanninum, Sigurði Guðmundssyni, alúðarþakkir fyrir einstaklega gott samstarf og frábært höfundarverk, sem auka mun enn frekar á hróður hans og  verða lyftistöng fyrir Djúpavog um ókomna framtíð.

Andrés Skúlason oddviti,
Bryndís Reynisdóttir ferða – og menningarmálafulltrúi.


Ve­ri­ Ý dag
Ve­urst÷­in Papey kl.08:00:00
Hiti:1,2 ░C
Vindßtt:SV
Vindhra­i:14 m/sek
Vindhvi­ur:19 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Teigarhorn kl.08:00:00
Hiti:1,7 ░C
Vindßtt:SV
Vindhra­i:5 m/sek
Vindhvi­ur:14 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Hamarsfj÷r­ur kl.08:00:00
Hiti:1,7 ░C
Vindßtt:VSV
Vindhra­i:6 m/sek
Vindhvi­ur:16 m/sek
 
 
Flˇ­ og Fjara: 23.1.2020
smmffl
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
             
Fj÷lmenningarsetur
Fiskmarka­ur Dj˙pavogs
═sland.is