Fréttir
19.08.2009 - Skemmtiferðaskipið ms. Maasdam á Djúpavogi
 

Það var tignarleg sjón sem blasti við íbúum Djúpavogs í gærmorgun þegar skemmtferðaskipið Maasdam sigldi inn fjörðinn og lagðist við festar hér í Berufirðinum. Þetta er í annað skiptið sem Maasdam kemur til Djúpavogs en síðast kom það í júlí 2007.  Skipið er í eigu Holland America Line og siglir héðan til Reykjavíkur.

Farþegafjöldinn um borð í skipinu var rétt rúmlega 1200 manns og áhöfnin 450.
Stærðartölur skipsins eru þessar:

Lengd: 220 metrar

Breidd: 32 metrar

Djúprista: 7,65 metrar

Skipulagðar voru ferðir á Jökulsárlón, inn í Fossárdal og út í Papey og má reikna með að samanlagt hafi fjöldi þeirra gesta sem fóru í þessar ferðir verið í kringum 200 manns.  Aðrir gestir röltu bara um bæinn og nutu þess sem fyrir augu bar.

Koma skipsins setur óneitanlega mikinn svip á bæjarlífið enda fjöldi farþegana margfalt fleiri en íbúar sveitarfélagsins.  Allstaðar um þorpið mátti sjá gesti spóka sig um, njóta náttúrunnar eða nýta sér þá þjónustu og afþreyingu sem hér er í boði. 

Á Bjargstúninu var handverksmarkaður í stóru tjaldi, en þar voru á boðstólnum vörur frá handverksfólki hér á  Djúpavogi og svo einnig frá Hornarfirði, fjölmargir gestir skipsins lögðu leið sína á markaðinn.

Markaðssetning og móttaka á skemmtiferðaskipum er langtímaverkefni og er unnið markvisst að því að fjölga skipakomum  til Djúpavogs.  Dagur sem þessi skilur vissulega eftir sig dýrmæta reynslu í reynslubanka ferðamálafulltrúans og tækifæri til þess að gera enn betur við mótttöku á næsta skipi.

Ferða – og menningarmálafulltrúi Djúpavogs vill nota tækifærið og þakka öllum þeim er lögðu hönd á plóg við að taka á móti gestum Maasdam.  Áberandi samstaða og samvinna var ríkjandi meðal ferðaþjónustuaðila, sem og íbúa á Djúpavogi sem skilaði sér í einstaklega vel heppnuðum degi.  BR/AS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.13:00:00
Hiti:1,3 °C
Vindátt:N
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:24 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.13:00:00
Hiti:0,9 °C
Vindátt:N
Vindhraði:8 m/sek
Vindhviður:16 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.13:00:00
Hiti:2,1 °C
Vindátt:SA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is