FrÚttir
29.08.2009 - Metsumar hjß Papeyjarfer­um
 

Sumarið 2009 hefur verið fádæma gott ferðamannasumar hér á Djúpavogi. Sem dæmi má nefna að Papeyjarferðir eru búnar að bæta rækilega metið yfir fjölda farþega en rúmlega 1800 manns hafa lagt leið sína út í Papey í sumar.

Már Karlsson hjá Papeyjarferðum segist vera mjög ánægður með sumarið og nýja metið sem er bæting um rúm 15% frá fyrra meti. Það verði að teljast nokkuð gott í þessu árferði.

Undirritaður brá sér niður á bryggju í gær (föstudag) áður en ferjan lagði upp í ferð með 7 farþega. Tókst honum að ná áhöfninni á Gísla í Papey og "landformanninum" Má, saman á mynd.

Við á fréttasíðunni óskum Papeyjarferðum innilega til hamingju með góðan árangur.

Nánar verður fjallað um ferðamannasumarið hér á síðunni í september.

ÓB

 

 


Gunnar Guðmundsson leiðsögumaður, Jens Albertsson skipstjóri og Már Karlsson framkvæmdarstjóri Papeyjarferða við Papaeyjarferjuna, Gísla í Papey.


Ve­ri­ Ý dag
Ve­urst÷­in Papey kl.05:00:00
Hiti:9,1 ░C
Vindßtt:SSV
Vindhra­i:11 m/sek
Vindhvi­ur:15 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Teigarhorn kl.05:00:00
Hiti:10,8 ░C
Vindßtt:S
Vindhra­i:4 m/sek
Vindhvi­ur:9 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Hamarsfj÷r­ur kl.05:00:00
Hiti:11,5 ░C
Vindßtt:S
Vindhra­i:7 m/sek
Vindhvi­ur:11 m/sek
 
 
Flˇ­ og Fjara: 09.8.2020
smmffl
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          
Fj÷lmenningarsetur
Fiskmarka­ur Dj˙pavogs
═sland.is