Fréttir
11.09.2009 - Ásta Birna fær viðurkenningu á heimavelli
 

Sá frábæri árangur sem Ásta Birna Magnúsdóttir hefur náð í golfinu hefur að sjálfsögðu vakið umtalsverða athygli hér í heimbæ hennar á Djúpavogi, en síðustu tvö ár hefur Ásta slegið rækilega í gegn á helstu stórmótum hér innanlands. Að þessu tilefni þótti forsvarsmönnum sveitarfélagsins við hæfi þegar Ásta var stödd hér á heimaslóðum að heiðra hana með sérstökum hætti. 

Oddviti sveitarfélagsins Andrés Skúlason færði að þessu tilefni Ástu Birnu blómvönd í dag í ráðhúsinu Geysi með korti sem hafði eftirfarandi texta:

Ásta Birna Magnúsdóttir

Innilega til hamingju með stórglæsilegan árangur í íþrótt þinni.
Þú hefur verið  frábær fyrirmynd innan sem utan vallar og ert góð hvatning fyrir ungt íþróttafólk á Djúpavogi.

Íbúar Djúpavogshrepps eru stoltir af afrekum þínum og óska þér alls velfarnaðar og áframhaldandi frama í golfinu á innlendum- sem erlendum vettvangi  á komandi árum.

Áfram Ásta Birna

Baráttukveðjur
Íbúar Djúpavogshrepps

Þá færði oddviti Ástu Birnu nýjasta Neistagallann að gjöf frá félaginu og sagði oddviti að því tilefni í gríni að með þessu væri auðvitað verið að tryggja að hún gleymdi örugglega ekki gamla góða félaginu sínu og sagði þá Ásta að það væri að sjálfsögðu engin hætta á því.  

En hér skal skautað létt yfir helsta árangur Ástu Birnu síðustu tvö ár.

Á árinu 2008 náði Ásta Birna frábærum árangri en þá varð hún í 2 sæti í stigamótaröðinni og vann þar af eitt stigamótið, þá varð hún íslandsmeistari í holukeppni sama ár og þar að auki varð hún íslandsmeistari í sveitakeppninni með Golfklúbbnum Keili. Þá tók Ásta sömuleiðis þátt með Keili í Evrópumóti félagsliða í fyrra og urðu þær í 8 sæti af 15 liðum.

Í ár 2009 var árangurinn sömuleiðis frábær en þá varð Ásta í þriðja sæti í stigamótaröðinni og í öðru sæti í holukeppninni og vann síðan annað árið í röð sveitakeppnina með Keili.  Þann 20 sept. næstk. fer Ásta svo út og tekur þátt í Evrópumóti félagsliða annað árið í röð. 

Þegar Ásta var innt eftir því í dag hvert hugur hennar stefndi er ljóst að hún er ekkert að fara að slá af í golfinu þar hún er á förum til Þýskalands í vetur, nánar tiltekið til Lippstadt þar sem hún stefnir á að dvelja næstu 3 árin við golfæfingar við fullkomnar aðstæður, auk þess sem hún ætlar þar að leggja stund á nám í sjúkraþjálfun.

Um framtíðarmarkmið stefnir Ásta ekkert minna en að fara á úrtökumót seint á næsta ári fyrir Evrópsku mótaröðina.

Það verður því sannarlega spennandi að fylgjast með Ástu Birnu á næstu mánuðum og misserum og auðvitað óskum við hér að lokum Ástu Birnu alls hins besta á framabrautinni á komandi árum.  AS

 

Golfarinn Ásta Birna Magnúsdóttir og Andrés Skúlason oddviti í ráðhúsinu Geysi í dag

Ásta Birna fær Neistagalla í gjöf frá UMF. Neista

Svo var tekin mynd úti á lóðinni við Geysi með golfsettið

Og að sjálfsögðu tók Ásta Birna flotta sveiflu fyrir ljósmyndarann

Sveiflan flott með Búlandstindinn í baksýn


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.19:00:00
Hiti:1,9 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:22 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.19:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:N
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.19:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:SV
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is