FrÚttir
16.10.2009 - F÷studagsgßtan
 

Svörin voru ekki mörg sem bárust við gátu síðustu viku en þau þrjú sem bárust voru öll rétt.

Ingimar Sveinsson, Hrönn Jónsdóttir/Guðmundur Gunnlaugsson og Stefán Bragason svöruðu öll rétt.

Vísan hljóðaði svona:

Áður gekk um hallir hann = Jarl
hefur nafnið og með sann. = Mannsnafnið Jarl er þó nokkuð algent
Einnig prýðir margan mann
í móð ei deigur undan rann. = Í Bósasögu er talað um að herða jarl sinn.

Svarið við gátunni er JARL en Ingimar Sveinsson bætti um betur og leysti gátuna með vísu sem er á þessa leið:

Hallargangur Hrollaug píndi,
honum strangur faðir, karl.
Hornafjörðinn fólki sýndi,
frægur um land hinn gamli jarl.

Höfundur gátunnar vill undirstrika það að með sameiginlegri lausn úr línu 3 og 4 er vitnað í forna speki úr Bósa sögu.

Við þökkum þeim sem þátt tóku og bendum á nýja vísu hér fyrir neðan.


Vísnagáta þessarar vísu, eftir "gömlu hjónin í Sæbakka", hefur mjög sennilega fæðst eftir við birtum vísuna sem Ingimar Sveinsson færði okkur um "refaskyttu Brynjólf Jónsson, Bakka við Kópasker", því svarið við vísu þeirra er ekki ósvipað.

Í vísunni er um að ræða mannsnafn í fyrstu línu, nafn föður í annarri línu og bæjarnafn í þriðju og fjórðu línu.

Gátan er á þessa leið:

Lúrði rykið rekka hjá
rösku grjóti kenndur.
Bærinn háu bergi hjá
og bústofn þangað sendur
HJ/GG

Svör sendist á djupivogur@djupivogur.is fyrir föstudaginn 23. október.

ÓB


Ve­ri­ Ý dag
Ve­urst÷­in Papey kl.15:00:00
Hiti:8,2 ░C
Vindßtt:SA
Vindhra­i:6 m/sek
Vindhvi­ur:8 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Teigarhorn kl.15:00:00
Hiti:7,9 ░C
Vindßtt:SA
Vindhra­i:4 m/sek
Vindhvi­ur:8 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Hamarsfj÷r­ur kl.15:00:00
Hiti:8,3 ░C
Vindßtt:ASA
Vindhra­i:3 m/sek
Vindhvi­ur:6 m/sek
 
 
Flˇ­ og Fjara: 15.9.2019
smmffl
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          
             
Fj÷lmenningarsetur
Fiskmarka­ur Dj˙pavogs
═sland.is