Fréttir
11.12.2009 - Austfirskt handverk í jólapakkann
 

Laugardaginn 12. des frá kl. 16:00-18:00 verður opin vinnustofa og verslun GUSTA DESIGN Dynheimum Djúpavogi.

Á vinnustofunni sem staðsett er í kjallara einbýlishússins í Hammersminni 16 vinnur Ágústa Margrét Arnardóttir hágæða töskur og fylgihluti úr hreindýraleðri og fiskiroði. Á laugardaginn gefst Djúpavogsbúum tækifæri á að skoða vinnustofuna og vörurnar sem þar eru framleiddar.

Í vinn

En einnig vörur frá tveim Hornfirskum handverkskonum sem vinna einnig úr íslensku hráefni. Það eru þær Helga Rún Guðjónsdóttir sem gerir allskonar hárskraut úr hreindýraleðri og fiskiroði og Guðlaug Pétursdóttir sem gerir húfur, hálskraga, stúkur og fleira úr þæfðri íslenskri ull.

Þess má geta að stelpurnar hanna allar vörurnar og handgera þær. Hver einasti hlutur er því sérhannaður og engir hlutir eins.

Það eru allir velkomnir og vonast stelpurnar til að sjá sem flesta.

Frábært tækifæri til að kaupa einstaka jólagjöf.

BR

 

Smellið hér til að sjá myndina stóra

Smellið hér til að sjá myndina stóra

Smellið hér til að sjá myndina stóra

Smellið hér til að sjá myndina

BR


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.09:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:19 m/sek
Vindhviður:25 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.09:00:00
Hiti:-0,5 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.09:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is