Fréttir
14.05.2007 - Hverju reiddust goðin
 

Sunnudaginn 13. maí 2007, meðan margir voru enn að rýna í eða jafna sig eftir kosningaúrslitin, héldu 2 “Göngu-Hrólfar” í leiðangur inn í Múladal í Álftafirði. Þegar komið var inn fyrir svonefnda Selhóla var lagt á brattann til að skoða stóra aurskriðu, sem fallið hefur úr svonefndu Stóra-Selfjalli, norðanverðu í um 800 m hæð, en neðsti hluti skriðunnar er um 250 neðar og stíflar þar stórt gil. Sá hluti aurflóðsins, sem í gilinu liggur gæti verið allt að 30 þús. m3, en það er aðeins brot af því gífurlega magni, sem þarna hefur færzt til í fjallinu. Fyrir göngufólk í þokkalegu formi er einungis 60 – 90 mínútna gangur að neðsta hluta aurskriðunnar. Þegar nær dregur upptökunum kemur í ljós að um 300 metra breið fylla hefur losnað úr fjallinu og er “sárið” a.m.k. 200 metra hátt. Dýpt þess er a.m.k. 20 metrar að jafnaði. Skv. þessu eru um 60 þús. fermetrar í fjallinu nú flakandi sár og efnismagnið, sem fór af stað gæti verið 1,2 milljónir rúmmetra.

Stærstur hluti skriðunnar er aur og smágrýti. Ennþá trónuðu stórir snjóflekar efst í skriðunni, en þeir fara óðum minnkandi eftir því sem hlýnar í veðri.

Þó að ýmsir kynnu að spyrja, hverju goðin hafi reiðst á kjördag eða eftir að úrslit lágu fyrir, er ljóst að fyllan stóra hefur losnað úr fjallinu fyrir nokkrum vikum og mun reyndar fyrst hafa orðið vart við hana 1. maí. Segja má, að líklega sé nú náttúran bara að minna á sig, og ljóst er að þrátt fyrir umhverfisvakningu víða í þjóðfélaginu, munum við aldrei geta spornað við því að landið haldi áfram að “umturnast” og væntanlega fær nýtt eða sama stjórnarmynstur að loknum kosningum engu um það breytt.



Ljósmyndir: Kristján Karlsson

Texti: BHG

 



Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.15:00:00
Hiti:1,9 °C
Vindátt:N
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:24 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.15:00:00
Hiti:1,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.15:00:00
Hiti:2,8 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is