Fréttir
02.03.2010 - Úthlutun Menningarráðs Austurlands 2010
 

Þann 25. febrúar úthlutaði Menningarráð Austurlands styrkjum til meira en 65 menningarverkefna samkvæmt samningi sveitarfélaga viðmennta- og menningarmálaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti. Samtals var úthlutað alls 23 milljónum króna og námu hæstu styrkir 1 milljón króna en þeir lægstu 100 þúsund krónum. Alls bárust menningarráðinu 135 styrkumsóknir að þessu sinni.

Ráðherrar mennta- og menningarmála og iðnaðar endurnýjuðu samstarfssamning ríkis og sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál þann 9. janúar 2008 og gildir hann til ársloka 2010. Þetta er í tíunda sinn sem úthlutað er styrkjum samkvæmt samstarfssamningi ríkis og sveitarfélaga en fyrsta úthlutun fór fram árið 2002.Af umsóknum og úthlutunum í ár má ráða hve fjölbreytt og blómlegt lista- og menningarlíf er á Austurlandi, allt frá Vopnafirði og suður í Öræfi. Sérstaklega er sýnileg nýsköpun og gróska í starfsemi sem viðkemur vídeólist og kvikmyndun og hljóta mörg slík ný verkefni styrk í ár.

Sérstaka athygli vekur einnig hversu margir ungir listamenn á Austurlandi sækja um stuðning til verkefna sem þeir ætla að hrinda í framkvæmd. Mikilvægt er að fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir sjái tækifæri í að efla samstarf við listamenn á Austurlandi nú á tímum atvinnuleysis og þrenginga á vinnumarkaði. Menning og listir auðga samfélagið. Auk þess hafa listamenn lengi verið helstu hugmyndasmiðir í nýsköpun hverskonar og komið að gerð nýrrar vöru og vöruflokka. Menningarráð Austurlands telur mikilvægt fyrir uppbyggingu í fjórðungnum að fá listamennina í aukið samstarf á sem flestum sviðum, ekki bara til að auðga menningarlífið heldur ekki síður til að efla nýsköpun.

76 verk voru valin í ár úr 642 innsendum verkum sem bárust frá 49 löndum.

Það er gaman að segja frá því að Djúpavogshreppur fékk úthlutað í tvö verkefni. Hammondhátíð 2010 fékk úthlutað kr. 400.000 og þá fékk listaverkið "Eggin í Gleðivík" úthlutað kr. 600.000 í merkingar og frágang við listaverkið. Að auki fékk verkefnið Söguslóð á Suðausturlandi úthlutað kr. 500.000 en það er klasaverkefni aðila í menningar- og ferðaþjónustu á Suðausturlandi í samstarfi við Sveitarfélagið Hornafjörð og Djúpavogshrepp.

Listi yfir styrkþegar má sjá í heild hér

Menningarráði Austurlands er hér með færðar bestu þakkir fyrir veittan stuðning.

Myndir frá úthlutuninni má sjá hér fyrir neðan

Styrkþegar við úthlutun Menningarráðs Austurlands

 

Hafliði H. Hafliðason stjórnarmaður í Menningarráði Austurlands

Tónlistaratriði frá ungri stúlku úr Fellabæ

BR


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.10:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:Logn
Vindhraði:0 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.10:00:00
Hiti:0,1 °C
Vindátt:N
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.10:00:00
Hiti:0,2 °C
Vindátt:SA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is