Fréttir
17.03.2010 - Jafnréttið virt
 

Í upphafi kjörtímabils 2006 – 2010 blasti við sú staðreynd, að 5 karlar skipuðu sveitarstjórn Djúpavogshrepps. Að einhverju leyti stafaði það af því að konur munu hafa haldið sig til hlés, þegar gengið var frá framboðslistunum 2, sem í boði voru á kjördegi.

Mál hafa hins vegar þróast þannig að konur hafa a.m.k. seinni hluta kjörtímabilsins setið fundi og stundum fleiri en ein (sem betur fer).

Í gær urðu hins vegar þau tíðindi að meirihluti sveitarstjórnar var skipaður konum og af því tilefni þótti við hæfi að taka mynd, enda hækkaði fegurðarvísitalan umtalsvert, án þess að það bitnaði á vitrænni ákvarðanatöku.

Texti og mynd: BHG

 

 

 


Sveitarstjórn Djúpavogshepps á fundi 15. mars 2010: Sóley Dögg Birgisdóttir (N), Þórdís Sigurðardóttir (N), Andrés Skúlason oddviti (N), Klara Bjarnadóttir (L) og Guðmundur Valur Gunnarsson (L)


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.10:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:Logn
Vindhraði:0 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.10:00:00
Hiti:0,1 °C
Vindátt:N
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.10:00:00
Hiti:0,2 °C
Vindátt:SA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is