Fréttir
21.04.2010 - Opnun sýningar Ólafs Áka fjallagarps
 

Í dag kl 18:00 opnaði Ólafur Áki Ragnarsson sýningu í Íþróttamiðstöð Djúpavogs þar sem hann sýnir bæði fjallgöngubúnað og myndir frá ferðum hans á nokkra af hæstu tindum heims sem hann hefur klifið á síðustu árum. 
Í tilefni þessa sagði Ólafur gestum frá ýmsu tengdu ferðum sínum, lýsti búnaði sem nauðsynlegur er til háfjallagöngu og svaraði spurningum gesta um ýmislegt tengt ferðum hans. Ólafur bauð svo gestum upp á drykk og kex svipað því sem hann hafði með í fjallgöngurnar.  Skemmtileg sýning og gott start á viðburðadagskrá í tengslum við Hammondhátíð. Sýning Ólafs stendur yfir til laugardags.  Um leið og Ólafi er hér með þakkað fyrir skemmtilega sýningu eru menn að sjálfsögðu hér með hvattir til að kíkja á þennan viðburð í íþróttamiðstöðinni.
Sjá hér myndir frá sýningunni í dag. AS  

 

 

 

 

 

 


Með exi í hendi innan um ýmsan annan útbúnað til hátindagöngu

 


Oli sýnir Öldu á Fossárdal og Stjána þurrmat sem hann hafði í fjallgöngunum




Farið yfir það helsta sem til þarf til klifurs og háfjallagöngu




Fjallgöngugarpurinn, gestir skoða myndir frá ferðum Ólafs á suma af hæstu tindum heims.

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.11:00:00
Hiti:3,8 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.11:00:00
Hiti:4,0 °C
Vindátt:N
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.11:00:00
Hiti:3,8 °C
Vindátt:V
Vindhraði:8 m/sek
Vindhviður:13 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 16.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is