Fréttir
18.06.2010 - 17. júní 2010
 

17. júní var haldinn hér á Djúpavogi í blíðskaparveðri. Dagskráin byrjaði á dorgveiðikeppni og var gaman að sjá hvað margir voru mættir þar, bæði foreldar sem afar og ömmur með krökkunum og var veiðistöngunum sveiflað fram og aftur á bryggjukantinum á gömlu trébryggunni.

Eftir dorgveiðina var grillað við félagsmiðstöðina en þaðan var síðan skrúðganga að Neistavellinum þar sem menn skemmtu sér við fjölbreytta dagskrá, t.d. söngkeppni, kassabílarallí, sápufótbolta, vatnsrennibraut og ýmsar smáþrautir.

Fjallkonan ávarpaði samkomuna, en í þetta sinn var það Ágústa Arnardóttir sem leysti það verkefni af miklum myndarbrag.

Á heildina litið góður dagur, dagskráin frábær og eiga þeir sem komu að henni, UMF Neisti, slysavarnafélagið og slökkviliðið heiður skilinn fyrir.

Myndir má sjá með því að smella hér.

 

ÓB og AS


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.19:00:00
Hiti:1,9 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:22 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.19:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:N
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.19:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:SV
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is