Fréttir
13.07.2010 - Sumarhátíð ÚÍA - myndir
 

Keppendur frá UMF Neista fjölmenntu á Sumarhátíð ÚÍA sem haldin var á Egilsstöðum um síðastliðna helgi. Keppnin um stigabikarinn í sundi var mjög spennandi en að lokum fór það svo að Neisti landaði bikarnum með 378 stigum en í öðru sæti var lið Þróttar með 372 stig.

Keppnin í frjálsum var ekki alveg jafn hörð en þar sigraði Höttur stigakeppnina örugglega. Neisti stóð sig hins vegar afskaplega vel og lenti í 2. sæti og því má segja að lið UMF Neista hafi verið sigursælt á mótinu.

Það er einnig gaman að segja frá því að foreldrar Neista krakkanna voru dugleg við að hjálpa til á mótinu og hvetja börnin áfram og haft var orð á því hversu fjölmennur og samstilltur hópur kæmi frá Djúpavogi.

Meðfylgjandi eru myndir frá helginni sem Ómar Enoksson tók og færum við honum bestu þakkir fyrir.

Myndirnar má sjá með því að smella hér

Áfram Neisti !

BR


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.22:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:S
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.22:00:00
Hiti:1,1 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.22:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is