Fréttir
16.07.2010 - Fyrsta Hagleikssmiðjan á Íslandi opnar á Djúpavogi
 

Föstudaginn 16. júlí frá kl. 18:00 – 20:00 verður formleg opnun á Hagleikssmiðju Arfleifðar,  í Hammersminni 16 á Djúpavogi.

Arfleifð sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á fatnaði, töskum og fylgihlutum úr alíslenskum hráefnum á borð við fiskiroð, leður, hreindýrshornum og fl.

“Hagleikssmiðja” eða “Economusée” (upprunnið frá Kanada)  er handverksfyrirtæki þar sem hönnunin, handverkið, saga þess og þróun er kynnt fyrir gestum auk þess sem gestum gefst færi á að hitta fólkið bak við vörurnar og fræðast með hönnunina og framleiðsluferlið.

Sérstaða hagleikssmiðju Arfleifðar liggur í handverki og hönnun á hágæða tískuvöru sem framleidd er úr íslensku hráefni, ásamt hráefninu sjálfu, vinnslunni á því og sögu.

Hagleikssmiðja skiptist í:

Móttöku- upplýsingar um uppruna varanna, hráefnisins, starfseminnar og fleira.
Vinnustofa- hægt að fylgjast með verkferlinu og vörunum verða til.
Sagan og handverkið- upplýsingar um vinnslu og notkun skinna á Íslandi frá upphafi.
Samtíminn og handverkið- upplýsingar um handverk, hönnun og listir í samtímanum.
Heimildahornið- nytsamlegar upplýsingar um allt sem tengist leðurgerð, handverki og hönnun
Verslun- Einstakar vörur úr einstöku hráefni til sölu.

Ágústa Margrét Arnardóttir eigandi Arfleifðar bíður Djúpavogsbúa hjartanlega velkomna,  sérstaklega þá fjölmörgu sem hafa á einhvern hátt aðstoðað hana síðustu mánuði við uppsetningu og annað.

Einnig vil hún bjóða listamennina úr 3-6. bekk innilega velkomna og nota þetta tækifæri til að þakka þeim innilega fyrir glæsilegu teikningarnar sem hún fékk hjá þeim.

Í tilefni af opnunni verður boðið upp á léttar veitingar og lifandi tónlist.

Boðskortið má sjá stórt með því að smella hér

BR


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.21:00:00
Hiti:1,1 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.21:00:00
Hiti:0,2 °C
Vindátt:S
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.21:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is