Fréttir
16.08.2010 - Mynd eftir Óskar Ragnarsson prýðir frímerki Íslandspósts
 

Í júlí gaf Íslandspóstur út þrjú ný frímerki í tilefni eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli. Það er sérstaklega gaman að segja frá því að Djúpivogur getur státað sig af því að eiga þar sinn fulltrúa en Óskar Ragnarsson frá Bragðavöllum á þar ljósmynd sem prýðir eitt frímerkið.

Þetta er sannarlega glæsilegur árangur hjá Óskari og ljóst að þessi glæsilega mynd af eldgosinu kemur til með að dreifast um heim allan, þar sem hægt er að kaupa frímerkið bæði á bréf til Evrópu og Bandaríkjanna, auk Íslands.

Við óskum Óskari til hamingju með þennan frábæra árangur.

Meðfylgjandi er ljósmyndin sem prýðir frímerkið en undirrituð tók sér það bessaleyfi að "stela" henni af heimasíðu Óskars til þess að leyfa lesendum heimasíðunnar að sjá.

BR


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.12:00:00
Hiti:4,4 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:10 m/sek
Vindhviður:12 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.12:00:00
Hiti:6,7 °C
Vindátt:S
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.12:00:00
Hiti:6,1 °C
Vindátt:A
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is