Fréttir
06.09.2010 - Göngum í skólann
 

Nú styttist í að verkefnið Göngum í skólann verði sett þetta haustið.  Grunnskóli Djúpavogs hefur verið með frá upphafi og hefur þátttaka verið mjög góð. Fyrsti dagurinn verður miðvikudagurinn 8. september og stendur átakið til miðvikudagsins 6. október.

Farið var af stað með þetta verkefni til að hvetja börn landsins til að hreyfa sig meira. Hér í litla þorpinu okkar, þar sem umferð er lítil og stutt á milli staða, ætti ekki að þurfa sérstakt átak til að fá nemendur til að ganga í skólann en bílafjöldinn fyrir utan skólann á morgnana og í lok skóladagsins sýna að ekki er vanþörf á. Foreldrar eru hvattir til að ganga með börnum sínum sé þess kostur. Skólabílarnir munu stoppa við Samkaup og hleypa nemendum, sem vilja taka þátt, út til að þeir geti gengið síðasta spölinn. Kennarar skrá hvaða nemendur ganga og verður tilkynnt í lok átaksins hvaða bekkjardeild hefur átt duglegustu göngu- og hjólagarpana því að sjálfsögðu má líka hjóla í skólann. BE

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.07:00:00
Hiti:1,2 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:19 m/sek
Vindhviður:25 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.07:00:00
Hiti:-1,3 °C
Vindátt:N
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:12 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.07:00:00
Hiti:0,2 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is