Fréttir
06.09.2010 - Starwars röðin
 

Á eldri deildinni fara krakkarnir oft á dag í röð eins og þegar farið er í fataklefann, áður en farið er út og þegar komið er inn eftir útiverunni.  Það er misjafnt hversu auðvelt börn eiga með að standa í röð og hefur það til dæmis sýnt sig að strákar eiga mun erfiðara með þetta heldur en stelpur.  En æfingin skapar meistarann og til þess að allt fari nú ekki í vitleysu þá notum við kennararnir ýmsa leiki til að dreifa huganum og láta börnunum finnast það auðvelt að standa í röð.  Við förum með vísur þar sem við teljum börnin eins og "einn og tveir, inn komu þeir" þrír og fjórir, furðu stórir og svo framvegis.  Síðan höfum við raðað þeim upp í aldursröð þar sem elsti er fyrstur og yngsti síðastur en þá þarf maður að vera með á hreinu hvað allir eru gamlir og í hvaða mánuði þeir eru fæddir í.  Síðan snýr maður röðinni við og hefur þann yngsta fyrst og elsta síðast en það er alltaf mikil keppni hjá þeim eldri að komast fremst í röðina.  Ein röð er þó skemmtilegust og það er "star wars röðin" eins og krakkarnir kalla hana en heitir reyndar stafrófsröðin en vegna þessa nafnabrengls hefur hún orðið agalega vinsæl.  En eins og nafnið gefur til kynna er börnunum raðað eftir stafrófsröð ýmist frá byrjun eða öfuga röð. 

ÞS


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.18:00:00
Hiti:1,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:23 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.18:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.18:00:00
Hiti:1,9 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is