Fréttir
07.09.2010 - Þór Vigfússon í Sólhól opnar sýningu
 

Við fengum fréttir af því að Þór í Sólhól væri nú að opna áhugaverða sýningu í i8 Gallerí við Tryggvagötu 15 í Reykjavík. Opnunin verður fimmtudaginn 9. september kl. 17-19 og verður sýningin opin til 16. október.

Til gamans setjum við inn hér upplýsingar um listamanninn og sýninguna hans og hvetjum fólk til þess að leggja leið sína í i8 Gallerí.

 

Hér fyrir neðan birtum við texta sem fenginn er að láni af heimasíðu i8 Gallerísins.

"Þór Vigfússon hefur um langt skeið fengist við að skoða samspil listaverka og umhverfis í verkum sem gerð eru úr gleri, plexígleri, speglum og formica-plasti. Verk hans er víða að finna í opinberum nýbyggingum enda kallast þau á við arkítektúr og hönnun með einföldum geómetrískum formum og hreinum litum.

Þór sýnir nú röð nýrra veggverka í i8 úr þeim efnivið sem hann hefur fengist við undanfarin ár, þ.e. ámálaðar glerplötur. Glerið sem hann notar er skorið í ákveðin form, kantarnir slípaðir og bakhliðin máluð í ákveðnum lit. Eins og gefur að skilja munu smávægilegar breytingar í hlutföllum og litaskala verka sem byggja á slíkri naumhyggju kalla fram gjörólíka útkomu. Þau breytast líka eftir því hvar þau eru til sýnis því þau taka inn rýmið í kring og umhverfið tekur sömuleiðis breytingum við að hýsa verkin. Speglunin í glerinu ítrekar þessa hugmynd.

Þó verkin séu hvert um sig sjálfstætt fyrirbæri sem getur virkjað umhverfi sitt með fyrrgreindum hætti gerir endurtekning sama forms og tónar litaskalans það að verkum að þau kallast á innbyrðis. Græna slikjan í þykku glerinu tónar alla litina saman. Tígulformið sem Þór notar á þessari sýningu er frábrugðið þeim ferningum sem hann hefur áður sýnt að því leyti að það kallar ekki fram hugmyndina um „mynd á vegg” og er að sama skapi ekki eins stöðugt. Formið verður algjörlega sjálfstæð geómetrísk eining án nokkurra tilvísana út fyrir sjálft sig. Þá er eins og það sé bjagað eða teygt, enda hlutföllin þannig að hver tígull er þrisvar sinnum breiðari en hann er á hæð".

Sýningin stendur til 16. október. Frekari upplýsingar veitir Íris Stefánsdóttir í síma 551 3666 eða iris@i8.is


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.14:00:00
Hiti:1,7 °C
Vindátt:N
Vindhraði:15 m/sek
Vindhviður:22 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.14:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:N
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.14:00:00
Hiti:2,4 °C
Vindátt:SA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is