Fréttir
24.09.2010 - Gleðivíkurpestó
 

Eins og lesendur síðunnar muna eftir þá efndum við til uppskriftarsamkeppni um fóðurkálið góða í Gleðivík. Sigur úr bítum bar Hafdís Reynisdóttir fyrir uppskrift að Gleðvíkurkjúlla með Gleðivíkursalati.

Eftir að fresturinn rann út og úrslitin voru ljós barst okkur hins vegar sýnishorn (smakk) af Gleðivíkurpestói. Það var hún Unnur Malmquist Jónsdóttir sem færði okkur það en amma hennar og nafna Jónsdóttir í Þinghóli er höfundurinn að því.

Pestóið vakti svona ægilega lukku meðal sælkeranna í ráðhúsinu, að okkur fannst ekki annað hægt en að deila uppskriftinni með lesendum.

Hún er svohljóðandi:

Slatti af Gleðivíkurkáli
Ristuð fræ / hnetur (t.d. valhnetur og sólblómafræ)
Hvítlauksolía
Grænmetiskraftur (t.d. þessi lífræni frá Sollu)

Allt sett í matvinnsluvél og maukað vel.

Við þökkum þeim nöfnum kærlega fyrir.

ÓB


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.08:00:00
Hiti:0,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:17 m/sek
Vindhviður:24 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.08:00:00
Hiti:0,4 °C
Vindátt:N
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.08:00:00
Hiti:0,3 °C
Vindátt:V
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is