Fréttir
09.11.2010 - Fótbolti á Neistavelli næsta sumar?
 

Stjórn Neista skorar á fótbolta-áhugamenn, unga sem aldna, karla og konur að taka fram takkaskóna!!!

Stjórn Neista vonast til að Umf. Neisti verði með lið í Launaflsbikarnum sumarið 2011. Launaflsbikarinn er fótboltamót þar sem reglur eru sniðnar að litlum félögum sem ekki hafa mannskap til að taka þátt í íslandsmóti. Þar mega karlar og konur spila saman, ekkert aldurstakmark og innáskiptingar eru ótakmarkaðar. Þessar reglur ættu að henta okkar litla félagi ágætlega og mikið væri nú gaman að fá aftur leiki á Neista-völlinn!!!

Þetta gerist að sjálfsögðu ekki af sjálfu sér og því langar okkur að boða alla áhugamenn um "fótbolta á Neistavellinum" (ekki nauðsynlegt að spila fótbolta til að vera með þvi ýmislegt þarf að gera á bak við tjöldin og bera vatn og sjúkratösku og veita andlegan stuðning) til fundar í íþróttahúsinu fimmtudaginn 11.nóvember kl. 20:00 (strax eftir fótboltaæfingu). Þeir sem ekki komast á fundinn en hafa áhuga á að vera með geta sent tölvupóst á neisti@djupivogur.is og látið vita af sér.

Sjáumst vonandi sem flest !!!

Stjórn UMF Neista


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.09:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:19 m/sek
Vindhviður:25 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.09:00:00
Hiti:-0,5 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.09:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is