Fréttir
12.11.2010 - Jól á Austurlandi 2010
 

Nú er hafinn árviss undirbúningur að „Jólum á Austurlandi“.

Markmiðið er sem fyrr að gera aðventuna sem ánægjulegasta fyrir gesti og gangandi með því að hvetja alla til þátttöku í viðburðum á aðventunni, en ekki síður að efla viðskipti í heimabyggð með því að vekja athygli á þeirri fjölbreytni sem er í verslun og þjónustu.

Þá viljum leitast við að kynna hversu gott og gaman er að heimsækja Austurlandið til að versla og njóta aðventunnar.  

Verkefninu verður hagað á sama hátt og áður. Verslunar- og þjónustuaðilar greiða þátttökugjald, kr. 10.000,  sem stendur undir kostaði við að halda utan um verkefnið og kynna það.   Jafnframt leggja fyrirtækin, sem taka þátt í jólaleiknum, fram vinninga í jólahappdrætti.

Kynning verður með nokkuð hefðbundnum hætti: Númerað veggspjald verður gefið út með viðburðaskrá aðventunnar ásamt rifmiðum sem fólk getur klippt út og tekið þátt í jólahappdrættinu.  Aftan á plakatinu verður vinningaskrá fyrirtækja kynnt. Veggspjaldið er því einnig happdrættismiði og því vert að geyma það vel.  Dregið verður úr miðum í beinni útsendingu í jólaútvarpi Austurlands.

Veggspjaldinu verður dreift á öll heimili og fyrirtæki á Austurlandi  með Dagskránni 24. nóvember nk.

Jól á Austurlandi verður sem fyrr auglýst á landsvísu,  í útvarpi, sjónvarpi og dagblöðum, Dagskránni, Austurglugganum og á ferðaþjónustuvefnum, www.east.is.



Umsjón með Jólum á Austurlandi í ár hefur Hafdís Bogadóttir hafdisboga@hotmail.com og má senda fyrirspurnir varðandi þátttöku fyrirtækja til hennar. Skilafrestur á upplýsingum er til 16.nóvember

 

BR


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.07:00:00
Hiti:4,7 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.07:00:00
Hiti:3,1 °C
Vindátt:N
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.07:00:00
Hiti:4,8 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is